Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð

Málsnúmer 1304035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010




15. apríl 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í nýsamþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 56.000 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 naust.Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir skipulagið til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




30. júní 2014 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð við Naust í Fossfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.
Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda þau til umsagnaraðila.