Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #1

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 30. júní 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson Forstöðumaður tæknideildar

    Árni Traustason, byggingarfulltrúi og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi eru viðstaddir gegnum fjarfundarbúnað.

    Ingimundur Andrésson fjarverandi, í h.st. Nanna Á. Jónsdóttir.
    Aldursforseti, Nanna Á. Jónsdóttir setti fundinn og stakk upp á Magnúsi Jónssyni sem formanni skipulags- og umhverfisrá

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi, færanleg kennslustofa.

    Umsókn um byggingarleyfi frá Vesturbyggð. Sótt er um leyfi fyrir 60 m2 húsi við leikskólann Araklett að Strandgötu 21, Patreksfirði. Erindinu fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnin af GINGA teiknistofu dags. 27.06.2014.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn.

      Málsnúmer 1406084

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um stöðuleyfi - Skriðnafell.

      Erindi frá Páli Karlssyni, í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám og vinnuskúr í landi Skriðnafells, Barðaströnd. Gámarnir eru ætlaðir sem vinnuskúr og geymsla vegna fyrirhugaðra framkvæmda við frístundahús. Erindinu fylgir afstöðumynd með staðsetningu gáms og húss.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir veitingu stöðuleyfis til 12 mánaða og felur byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis.

        Málsnúmer 1406056 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Deiliskipulag. Tjald og útivistarsvæði við Íþróttahúsið á Bíldudal.

        Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturbotn í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.

        Málinu frestað.

          Málsnúmer 1406089

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Deiliskipulag - Íbúabyggð Lönguhlíð.

          Tillaga að deiliskipulagi vegna nýrra byggingalóða við Lönguhlíð á Bíldudal lagt fyrir, uppdráttur dags. 25.06.14.
          Tillagan gerir ráð fyrir 3 einbýlishúsalóðum og 3 raðhúsalóðum.

          Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja af stað breytingu á aðalskipulagi í samræmi við tillöguna.

            Málsnúmer 1405039 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð

            Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð við Naust í Fossfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.
            Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda þau til umsagnaraðila.

              Málsnúmer 1304035 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði

              Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir fóðurstöð á Hlaðseyri í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.
              Búið er að óska eftir undanþágu um fjarlægð mannvirkja frá vegi og sjó og er beðið eftir svörum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda þau til umsagnaraðila.

                Málsnúmer 1211083 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni

                Lögð fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Vesturbotn í Patreksfirði, greinargerð og uppdráttur dags.26. júní 2014.

                Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og senda þau til umsagnaraðila.

                  Málsnúmer 1205105 7

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Ósk um vistgötu Sigtún (botlangi)

                  Tekin fyrir tillaga að útfærslu á breytingu á Sigtúni í vistgötu skv. tillögu Landmótunar dags. 25. júní 2014. Um er að ræða þrengingar á nokkrum stöðum frá Hjöllum að enda Sigtúns. Tillagan kynnt.

                  Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir tillögu af færanlegum hraðahindrunum og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

                    Málsnúmer 1405047 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fyrirspurn vegna sjálfsafgreiðslustöðvar.

                    Fyrirspurn frá Olíuverzlun Íslands hf. Spurt er um afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til fyrirhugaðra framkvæmda við sjálfsafgreiðslustöð við Aðalstræti m.t.t. skipulags o.fl. Erindinu fylgir grunn-, útlits- og afstöðumynd unnin af ASK Arkitektum dags. 07.10.2013.

                    Skipulags og umhverfisráð bendir á að fyrirhuguð stöð stendur á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Ráðið fagnar áhuga Olíuverzlunar Íslands hf. á að koma upp sjálfsafgreiðslustöð á svæðinu, en óskar eftir eftir frekari rökstuðningi fyrir þessu staðarvali.

                      Málsnúmer 1406090

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00