Hoppa yfir valmynd

Refaveiðar

Málsnúmer 1410015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. október 2014 – Atvinnu og menningarráð

Lagt fram tölvubréf dags. 7. okt. sl. frá Marino Thorlacius varðandi grenjavinnslu í fyrrum Rauðasandshreppi og fylgiskjöl frá Umhverfisstofnun með upplýsingum um endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna refaveiða.
Atvinnu- og menningarráð bendir á að nokkrir landeigendur í fyrrum Rauðasandshreppi hafi mótmælt ráðningu núverandi grenjaskyttu fyrir svæðið og bannað viðkomandi að sinna vinnslunni á landareign þeirra. Atvinnu- og menningarráð telur að ekki sé ástæða til að endurskoða ráðningu núverandi grenjavinnslumanns.




17. febrúar 2015 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Birni Jóhannessyni lögfræðingi Vesturbyggðar.
Bæjarstjóra falið að auglýsa eftir grenjaskyttu á innra svæði á Barðaströnd.
Bæjarstjóra falið að ræða við ráðnar grenjaskyttur í Vesturbyggð um grenjavinnslu í sveitarfélaginu.




5. febrúar 2015 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Marinó Thorlacius og afgreiðslu atvinnuvegaráðs við því. Bæjarráð samþykkir að grenjavinnsla í sveitarfélaginu verði endurskoðuð. Bæjarstjóra falið að fara yfir samninga með lögfræðingi sveitarfélagsins.