Hoppa yfir valmynd

Snjómokstur á starfssvæði Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Málsnúmer 1412080

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2014 – Bæjarstjórn

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er. Einbreið leið er milli Bíldudals og Patreksfjarðar sem og frá Patreksfirði yfir á Barðaströnd. Þá er ekki hægt að treysta á að búið sé að ryðja leiðina milli þéttbýlisstaðanna snemma að morgni sem er óboðlegt þar sem sunnanverðir Vestfirðir eru eitt atvinnusvæði.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Vegagerðina að gera úrbætur á tækjakosti sínum og fyrirkomulagi snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum, til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki.




7. janúar 2015 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Magnúsi Val Jóhannssyni frá Vegagerðinni vegna snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð hvetur Alþingi til að leggja aukið fjármagn til vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum.