Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #280

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 17. desember 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 280. fundar miðvikudaginn 17. desember 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Forseti óskaði eftir

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 279

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1411009F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 721

      Fundargerðin er í 24. töluliðum.
      Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri,
      3.tölul. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Vesturbyggðar.
      4.tölul. Forseti vísar liðnum til 6. liðar dagskrár.
      6.tölul. Forseti vísar liðnum til 7. liðar dagskrár.
      9.tölul. Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs: ”Í ljósi langvarandi og alvarlegs rafmagnsleysis í dreifbýli Vesturbyggðar undanfarna daga og vikur óskar bæjarstjórn Vesturbyggðar eftir upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða um ástæður seinagangs á viðgerðum á viðkomandi stöðum. Ljóst er að fjölmörg fyrirtæki og bú hafa orðið fyrir tjóni vegna langvarandi rafmagnsleysis. Bæjarstjórn kallar eftir skýringum og viðbragðsáætlun af hálfu fyrirtækisins. Sömuleiðis hvernig raforkukaupendunum verði bætt tjónið.“
      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1412005F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fræðslu og æskulýðsráð - 8

        Fundargerðin er í 1. tölulið.
        Til máls tóku: GBS og bæjarstjóri.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1411010F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Velferðarráð - 3

          Fundargerðin er í 6. töluliðum.
          Til máls tóku: Bæjarstjóri og forseti.
          1.tölul.: Bæjarstjórn samþykkir að unnin verði móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna sem flytjast til Vesturbyggðar. Bæjarstjóra falið að undirbúa gerð slíkrar móttökuáætlunar í samráði við fræðslu- og æskulýðsráð og velferðarráð.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1412002F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 1

            Fundargerðin er í 2. töluliðum.
            Til máls tók: NÁJ.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1410002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Almenn erindi

              6. Erindisbréf ráða

              Lögð fram erindisbréf ráða og stjórna Vesturbyggðar til seinni umræðu.
              Til máls tók: Forseti.
              Bæjarstjórn samþykkir erindisbréfin samhljóða.

                Málsnúmer 1406085 8

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fjárhagsáætlun 2014 - viðaukar.

                Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2014. Skatttekjur aukast um 21,5 millj.kr. vegna aukinna umsvifa í sveitarfélaginu, laun hækka um 22,5 millj.kr. vegna breytingu kjarasamninga umfram áætlun ársins, fjölgunar starfsmanna á leikskóla og veikindalauna, verðbætur langra lána og söluhagnaður lækka um 9,0 millj.kr. og fjárfestingar aukast um 34,5 millj.kr. aðallega vegna framkvæmda við leikskóla.
                Til máls tóku: Bæjarstjóri og forseti.
                Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

                  Málsnúmer 1412049 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Snjómokstur á starfssvæði Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

                  Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum. Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er. Einbreið leið er milli Bíldudals og Patreksfjarðar sem og frá Patreksfirði yfir á Barðaströnd. Þá er ekki hægt að treysta á að búið sé að ryðja leiðina milli þéttbýlisstaðanna snemma að morgni sem er óboðlegt þar sem sunnanverðir Vestfirðir eru eitt atvinnusvæði.

                  Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Vegagerðina að gera úrbætur á tækjakosti sínum og fyrirkomulagi snjómoksturs á sunnanverðum Vestfjörðum, til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki.

                    Málsnúmer 1412080 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00