Hoppa yfir valmynd

FjórðungssambandVestfirðinga- beiði um umsögn: Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum.Fyrsta skref.

Málsnúmer 1606003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með beiðni um umsögn um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum. Mætt til viðræðna við bæjarráð Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnistjóri samfélagsuppbyggingar.
Bæjarráð tekur undir bókun 9. fundar atvinnu- og menningarráðs Vesturbyggðar frá 23. júní sl. um skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum að vel sé farið yfir núverandi ástand og línur lagðar fyrir næstu skref. Sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélaga á Vestfjörðum er nauðsynlegur grunnur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögin vinna sameiginlega að. Bæjarráð tekur undir samþykkt frá 61. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að farið verði í gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði en leggur til að við gerð svæðisáætlunar verði lögð áhersla á að í byrjun verði tekin fyrir eitt til tvö afmörkuð verkefni, t.d. ferðamál og náttúruvernd.




23. júní 2016 – Atvinnu og menningarráð

Atvinnu- og menningarráð telur að vel sé farið yfir núverand ástand og línur lagðar fyrir næstu skref. Sameiginleg framtíðarsýn sveitarfélag á Vestfjörðum er nauðsynlegur grunnur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögin vinna sameiginlega að. Atvinnu- og menningarráð leggur áherslu á að stefnumörkunin verði send með reglulegum hætti á sveitarfélagið til umsagnar.




7. júní 2016 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi beiðni um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði á grunni greinargerðarinnar "Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum. Fyrsta skref."
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.