Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #768

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 7. júní 2016 og hófst hann kl. 13:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins, janúar-apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer12

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samningur um sorphirðu

Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 3. júní sl. ásamt fylgiskjölum um samning við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf um sorphirðu í Vesturbyggð.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Fjórðungssambandið beiði um umsögn: Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum.Fyrsta skref.

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga varðandi beiðni um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði á grunni greinargerðarinnar "Stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum. Fyrsta skref."
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarráðs til umsagnar.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. NAVE ársfundarboð 14.júní 2016

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Náttúrustofu Vestfjarða með boðun aðildarsveitarfélaga á ársfund stofunnar sem haldinn verður 14. júní nk. á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur, Aðalstræti 21 og hefst fundurinn kl. 14:00.
Bæjarráð samþykkir að Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri verði fulltrúi Vesturbyggðar á ársfundinum.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ólafur Jóhann Langahlíð 18 tilboð í langtímaleigu

Lagt fram bréf dags. 15. maí sl. frá Ólafi Jóhanni Högnasyni með tilboði í langtímaleigu á húseigninni Lönguhlíð 18 (Árnahús), Bíldudal.
Bæjaráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að leigusamningi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Særún Lísa -Fagferðir tilboð í leigu

Lagt fram bréf dags. 15. maí sl. frá Særúnu Lísu Birgisdóttur f.h. Fagferða ehf. með tilboði í langtímaleigu á húseigninni Lönguhlíð 20 (Ás), Bíldudal.
Bæjaráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að leigusamningi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sýslumaðurinn Vf.umsagnarbeiðni rekstrarleyfi Strandgata 19

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka heimagistingu samkvæmt gistiflokki I við Strandgötu 19, Patreksfirði. Ásgeir Sveinsson, form. bæjarráðs lét bóka að hann tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila máls.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki I að Strandgötu 19, Patreksfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Sýslumaðurinn Vf. umsagnarbeiðni Kjarrholt og Bjarkarholt

Lagt fram bréf dags. 24. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Bjarkarholti, Kjarrholti 1-4, Barðaströnd.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki II í Bjarkarholti, Kjarrholti 1-4, Barðaströnd.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Umsagnarbeiðni, endurnýjun rekstrarleyfis Lokinhamrar Bíldudal.

Lagt fram bréf dags. 23. maí sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar á endurnýjun rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í farfuglaheimilinu að Hafnarbraut 2, Bíldudal.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í farfuglaheimilinu að Hafnarbraut 2, Bíldudal.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. SÍS fundargerð stjórnar nr.839

Lögð fram fundargerð 839. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 27. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Alþingi umhverfis-og samgöngunefnd frumvarp til laga um timbur og timburvörur mál nr.785

Lagt fram tölvubréf dags. 31. maí sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um timbur og timburvörur, 785. mál.
Lagt fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00