Hoppa yfir valmynd

Önnur mál

Málsnúmer 1606014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2016 – Hafnarstjórn

Rætt um mönnunarmál. Ítrekað hefur verið auglýst eftir afleysingarfólki á Patrekshöfn, rætt um mögulegar lausnir.




31. október 2016 – Hafnarstjórn

Lagt fram bréf dags. 31. okt. 2016 frá formanni hafnarstjórnar vegna uppbyggingar hafnargarðs fyrir nýja smábátahöfn á Brjánslæk og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir.
Greinargerð:
Hafnarstjórn óskar eftir að hafinn verði undirbúningur við
framkvæmdir á varnargarði fyrir nýja smábátahöfn á Brjánslæk.
Núverandi staðsetning flotbryggju er mjög slæm enda opin fyrir
sjógangi og aðgerðir til að bæta þar úr eru ómögulegar þar sem
það þrengir svo mikið að innsiglingu fyrir ferjuna Baldurs.
Nú þegar er erfitt fyrir ferjuna að athafna sig á svæðinu og
getur skapast mikil hætta í vondum veðrum þegar ferjan
leggst að bryggju. Einnig er orðinn mikil umferð i kringum ferjuna og
því mjög erfitt fyrir sjómenn að athafna sig við núverandi flotbryggju.
Þessi slæma hafnaraðstaða hefur hamlað sjósókn minni báta frá Brjánslæk
í langan tíma og er algjörlega óviðunandi.
Nýverið var lokið við dýpkun ferjuhafnarinnar og var miklu magni
af efni losað á þann stað sem hinn nýi garður er áætlaður, sem gerir
það að verkum að mun minna efni þarf til framkvæmdanna.