Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. júní 2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar
Almenn erindi
1. Hagi/Grænhóll. Umsókn um stofnun lóða.
Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni Í erindinu er óskað eftir stofnun lóða úr landi Haga(139802) og Grænhóls(139801), Barðaströnd. Óskað eftir stofnun 3 lóða úr landi Grænhóls og einnar úr landi Haga.
Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
2. Aðalstræti 131. Umsókn um lóð.
Erindi frá Þorgerði Einarsdóttur. Sótt er um byggingarlóðina að Aðalstræti 131,Patreksfirði til byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni verði úthlutað til umsækjenda.
3. Fjórðungsssamband Vesfirðinga - tillögur að smávirkjunum í Vestfjarðafjórðungi.
Lagt fram til kynningar greinagerð um tillögur að smávirkjunum á Vestfjörðum sem Maria Maack vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða.
4. Aðalstræti 69. Umsókn um byggingarleyfi.
Erindi frá Rebekku Hilmarsdóttur og Erni Hermanni Jónssyni. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á gluggum á SV-hlið hússins að Aðalstræti 69, Patreksfirði. Unnið er að því að koma húsinu í upprunalegt horf. Erindinu fylgja uppdrættir af gluggum sem og ljósmyndir er sýna upprunalegt útlit hússins. Einnig er meðfylgjandi jákvæð umsögn Minjastofnunar vegna breytinganna.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
5. Umhverfisstofnun - ástand friðlýstra svæða.
Forstöðumanni tæknideildar ásamt skipulagsfulltrúa falið að gera umsögn um skýrslu Umhverfisstofnunar.
6. Umsókn um lóð ofan við Skrímslasetur.
Erindi tekið fyrir aftur, málinu var frestað á 27.fundi nefndarinnar. Í erindinu var óskað eftir því að svæði merkt Ú4 á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 á Bíldudal yrði endurskilgreint undir ferðaþjónustu.
Forstöðumaður tæknideildar kynnti lóðamörk aðliggjandi lóða.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.
7. Ískalk beiðni um lóð undir raðhús
Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu. Í erindinu er sótt um lóð til byggingar fjögurra íbúða raðhúsi við Tjarnarbraut á Bíldudal á svæði milli leikskóla og Tjarnarbrautar 17.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við Bæjarstjórn að samþykkt verði að úthluta Íslenska kalkþörungafélgainu lóð undir íbúðarhús á fyrrgreindu svæði.
8. Ískalk umsókn um niðurrif og uppbyggingu húsa
Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
Erindi frá Einari S. Ólafssyni f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins. Í erindinu er sótt um leyfi niðurrifs á Strandgötu 2 sem og ósk um byggingarleyfi á sömu lóð fyrir 730 m2 iðnaðarhúsi. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Friðrik Ólafssyni dags. 25.04.2017 sem og samþykki Minjastofnunar fyrir niðurrifunum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir niðurrif á Strandgötu 2, Bíldudal og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í byggingu húss á lóðinni og vísar því áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar. Skipulags- og umhverfisráð vekur þó athygli á því að hús þetta sem sótt er um samræmist ekki skipulagsskilmálum fyrir lóðina, en í deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Bíldudal er tiltekið að hámarksvegghæð sé 5,1m og mesta mænishæð sé 7,0m en sótt er um leyfi fyrir húsi með hámarksvegghæð upp á 8,025m. Einnig er ekki skilgreindur byggingarreitur skv. gildandi deiliskipulagi á lóðinni annar en húsið sem fyrir er.
9. Geitagil. Umsókn um byggingarleyfi, endurbygging.
Erindi frá Magnúsi H. Ólafssyni f.h. Kerans Stueland Ólasonar. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á matshl.11 véla/verkfærageymslu á Geitagili, Örlygshöfn. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af MarkStofu, dags. 11.04.2017.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.
10. Vélsmiðja Patreksfjarðar - umsókn um leyfi til að steypa plan.
Gunnari S. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi frá Gunnari S. Eggertssyni f.h. Vélaverkstæðis Patreksfjarðar. Í erindinu er sótt um leyfi til að steypa u.þ.b. 500m2 plan utan við aðstöðu fyrirtækisins á Vatneyri.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vísar því áfram til Hafnarstjórnar Vesturbyggðar. Ráðið vekur þó athygli á því að engin lóð fylgir umræddu húsi og gæta verður þess að planið skarist ekki við veg sem liggur milli hússins og Orkubús skv. gildandi deiliskipulagi.
11. Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði
Erindi frá Sölva R. Sólbergssyni f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um leyfi til byggingar á 2,5 MW virkjun í Vatnsfirði. Jafnframt er óskað eftir samráði við skipulagsyfirvöld Vesturbyggðar um nánari útfærslu á virkjunarkostinum og tengdum atriðum. Erindinu fylgir greinagerð um virkjunarkostinn sem og uppdráttur unninn af Verkís af vatnasviði virkjunarinnar.
OV fékk rannsóknarleyfi frá Orkustofnun um virkjun á 3 MW úr Helluvatni þann 12.maí s.l.
Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og verður tekin afstaða til virkjunarkosta í þeirri vinnu. Framkvæmdin er tilkynningarskyld og fellur í B-flokk um mat á umhverfisáhrifum.
12. Umsókn til að útbúa bílastæði við Stekka.
Erindi frá Henryk Jan Zoclonski, Stekkum 8, Agli Össurarsyni, Stekkum 8 og Andrzej Sienkiewicz, Stekkum 9, Patreksfirði. Í erindinu er sótt um leyfi til að útbúa 2-3 bílastæði ofanvert við Stekkana, innan við Stekka 9. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu bílastæðis.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að ef sótt verði um lóðina til byggingar eða sveitarfélagið þurfi afnot af henni þá falli þessi afnotaréttur niður. Framkvæmdir þessar skulu vera framkvæmdar í samráði við forstöðumann tæknideildar og á kostnað umsækjanda.
Til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50