Hoppa yfir valmynd

Ferill verkfræðistofa - stótt um leyfi eldsneytisafgreiðslu fyrir smábáta við höfnina

Málsnúmer 1801015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. mars 2018 – Hafnarstjórn

Erindi frá Ferli ehf., verkfræðistofu f.h. Skeljungs hf. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu við smábátahöfnina á Patreksfirði. Settur verður upp nýr eldsneytis birgðatankur ofanjarðar. Eldsneytisafgreiðslutæki verður á flotbryggju við bryggjukant, sameiginlegt með Olís.

Hafnarstjórn óskar upplýsinga um hvernig rafmagnsöflun verður háttað fyrir dæluna sem og óskar Hafnarstjórn eftir samþykki Olís fyrir staðsetningu eldsneytisafgreiðslu.

Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins.




15. febrúar 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Skeljungur hf óskar eftir að setja upp nýjan afgreiðslutank við Patrekshöfn.
Skipulags og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að senda umsóknina til afgreiðslu hjá Hafnarstjórn.