Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #44

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 15. febrúar 2018 og hófst hann kl. 13:00

  Fundargerð ritaði
  • Árni Traustason Byggingarfulltrúi

  Almenn erindi

  1. Ferill verkfræðistofa - stótt um leyfi eldsneytisafgreiðslu fyrir smábáta við höfnina

  Skeljungur hf óskar eftir að setja upp nýjan afgreiðslutank við Patrekshöfn.
  Skipulags og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að senda umsóknina til afgreiðslu hjá Hafnarstjórn.

   Málsnúmer 1801015 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Ríkiseignir - óskir um stofnun nýrrar lóðar kringum flugstöðina á Patreksfjarðarflugvelli

   Isavia óskar eftir stofnun nýrrar lóðar í kringum flugstöðin áPatreksfirði.
   Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

    Málsnúmer 1801034

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Umsókn um nýja lóð í landi Litluhlíðar á Barðaströnd

    Sigurður Barði Jóhannsson sækir um stofnun nýrrar lóðar í landi Litluhlíðar.
    Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið árfam.

     Málsnúmer 1802016

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Aðalskipulag - Vesturbyggð - Vinnsla á skipulagi.

     Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar samkv. 35.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags-og matslýsing, dagsett 13. febrúar 2018.

     Skipulags-og matslýsing er lýsing á hvernig uppfært aðalskipulag verður og sett fram í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

     Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki lýsinguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

     Skipulags og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að stofnaðir verði skipulagshópar íbúa vegna vinnu við Aðalskipulag. Hóparnir fá það hlutverk að koma með hugmyndir og vera til samráðs í vinnu við Aðalskipulag.

     Reynt verði að fá íbúa í sem flestum atvinnugreinum og einnig almenna íbúa sem áhuga hafa áskipulagsmálim

     Gera skal grein fyrir þessu í lýsingu og uppfæra tímaáætlun í lok lýsingar.

      Málsnúmer 1802023 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Deiliskipulag hafnarsvæði Bíldudal

      Guðmundur V. Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

      Tekið fyrir erindi Guðmundar V. Magnússonar, dagsett 13. febrúar 2018 um heimild til að fara í deiliskipulagsgerð ásamt því að lögð er fram tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal, Strandgata 1 og nærliggjandi lóðir.

      Meðfylgjandi deiliskipulagstillögu eru skýringar- og afstöðumyndir af mögulegum lóðarfrágangi á svæðinu. Tillagan er dagsett 13. febrúar 2018.

      Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með eftirfarnadi breytingum, skipulagssvæðið verði minnkað, gerð verði grein fyrir fráflæði, bílastæðum, frágangi og mótsvægisaðgerðum umhverfis á skipulagssvæðinu.

       Málsnúmer 1802022 5

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00