Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. mars 2018 og hófst hann kl. 09:00
Fundargerð ritaði
- Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun 2018.
2. Ferill verkfræðistofa - stótt um leyfi eldsneytisafgreiðslu fyrir smábáta við höfnina
Erindi frá Ferli ehf., verkfræðistofu f.h. Skeljungs hf. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu við smábátahöfnina á Patreksfirði. Settur verður upp nýr eldsneytis birgðatankur ofanjarðar. Eldsneytisafgreiðslutæki verður á flotbryggju við bryggjukant, sameiginlegt með Olís.
Hafnarstjórn óskar upplýsinga um hvernig rafmagnsöflun verður háttað fyrir dæluna sem og óskar Hafnarstjórn eftir samþykki Olís fyrir staðsetningu eldsneytisafgreiðslu.
Hafnarstjórn frestar afgreiðslu málsins.
3. Jón Þórðarsson - Ósk um hafnalegur fyrir ferðaþjónustubá og stöðuleyfi fyrir þjónustuhús
Erindi frá Jóni Þórðarssyni. Í erindinu er óskað eftir viðleguplássi sem og svæði undir þjónustuhús við Bíldudalshöfn fyrir ferðaþjónustu.
Unnið er að heildarendurskipulagningu á hafnarsvæði Bíldudals í samráði við verkfræðistofuna Eflu, hafnarstjórn vísar málinu í þá vinnu.
5. Hafnasamband Íslands - Upplýsingar um fund samráðshóps Fiskistofu og hafnarsambandsins
6. Umsókn um sjólögn
Erindi frá Víkingi Gunnarssyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er óskað leyfis til að setja niður sjólögn frá bryggju 170m út á voginn. Lögnin er ætluð til sjóöflunar fyrir vinnslu fyrirtækisins.
Hafnarstjórn samþykkir erindið en rétt er að benda á að fyrirhugaðar eru framkvæmdir við endurnýjun og lengingu á stálþili og þarf umsækjandi að fjarlægja lögnina á meðan á framkvæmdum stendur.
8. Skemmdir á flotbryggjum í Vesturbyggð
Farið yfir skemmdir á flotbryggjum í Patrekshöfn þann 10.febrúar.
Unnið er að viðgerðum og endurnýjun á festingum. Tjón á mannvirkjum óverulegt. Einn bátur skemmdist og er tjónið bætt af tryggingafélagi.
9. Deiliskipulag hafnarsvæði Bíldudal
Lagt fram til kynningar deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal. Hafnarstjórn óskar eftir að fulltrúar Arnarlax komi á næsta fund hafnarstjórnar.
10. Halldór Árnason - Dekkjamottur á olíubryggju í Brjánslækjarhöfn
Tekið fyrir bréf frá Halldóri Árnasyni varðandi Brjánslækjarhöfn.
Hafnarstjórn þakkar ábendingar. Fyrirhuguð verkefni eru:
1. Endurnýjun á dekkjamottum við olíubryggju.
2. Uppsetning á rafmagnspósti á flotbryggju og aðgengi verði að rafmagni við olíubryggju.
3. Endurnýjun á löndunarkrana.
Til kynningar
4. Samband Íslenskra sveitarfélaga - Fyrirmynd vegna gjaldskrár hafna vegna sorps.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00