Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð. Iðnaðarsvæði Bíldudal.

Málsnúmer 1803043

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. mars 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jóni S. Bjarnasyni f.h. láss ehf. Í erindinu er sótt um sameiginlega lóðir 14. og 16 við iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Áætlað er að byggja 450m2 stálgrindarskemmu auk þess að steypustöð verður sett upp á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að umsóknin verði samþykkt.
20. ágúst 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi Jóns S. Bjarnasonar tekið fyrir að nýju vegna formgalla á fyrri bókun, erindið var tekið fyrir á 45.fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 21.mars 2018. Í erindinu var sótt sameiginlega um lóðir 14. og 16. við iðnaðar og hesthúsasvæði á Bíldudal. Sótt var um lóðina til byggingar stálgrindarskemmu sem og að steypustöð yrði staðsett á reitnum. Erindið var samþykkt bæði af skipulags- og umhverfisráði sem og bæjarstjórn Vesturbyggðar, við fyrri bókun vantaði um sameiningu lóðanna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir sameiningu lóða nr. 14. og 16. við iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð telur að um óveruleg frávik sé að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu og að breytingin sé undanþegin grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sem landeiganda og lóðarumsækjanda. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að málið verði samþykkt.