Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #50

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 20. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Ragna Jenný Friðriksdóttir (RJF)
 • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
 • Gunnar Sean Eggertsson (GSE)
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Skipulagsstofnun. Umsagnarbeiðni, frummatsskýrsla Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 20.júní 2018. Í erindinu er óskað umsagnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofanflóðavarna á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

Skipulags- og umhverfisráð vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

  Málsnúmer 1808016 2

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Umsókn um framkvæmdarleyfi, dælulögn.

  Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagna frá Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar, lagnirnar verða lagðar í kant Strandgötu og þvera götu við Strandgötu 10-12.

  Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé óveruleg skv. 5.gr reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og sé undanskilin framkvæmdaleyfi. Framkvæmdina skal vinna í samráði við forstöðumann tæknideildar Vesturbyggðar og skal skila inn mælingu af lögninni í plani og hæð þegar framkvæmd er lokið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

   Málsnúmer 1808003 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Arnarlax. Umsókn um stöðuleyfi, Strandgata 10-12, Bíldudal.

   Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40ft gámum sjávarmegin við Strandgötu 10-12 sem koma uppsettir með hreinsibúnaði fyrir frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir tvo aðra gáma neðar á sömu lóð sem ætlaðir eru sem geymsla auk 50m3 safntanks til að jafna rennslið frá slátruninni. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna auk tanks.

   Skv. umsækjenda er áætlað að byggja hús á sömu lóð sem hýsa á fyrrgreindan búnað.

   Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar

    Málsnúmer 1808017 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Umferðaröryggi Bíldudal.

    Tekin fyrir skýrsla VSÓ ráðgjafar dags. september 2017 um umferðaröryggi á Bíldudal og aðgerðir til hraðalækkunar. Í skýrslunni er farið yfir forsendur, greiningu á núverandi ástandi, almennt um aðgerðir og tillögur til hraðalækkandi aðgerða. Einnig er stutt samantekt um gerð hugsanlegs strandvegs framhjá þéttbýlinu við strandlínuna.

    Í tillögum skýrslunnar er eftirfarandi lagt til:

    1. Sett verði upp svokallað þéttbýlishlið við suðurenda Dalbrautar, með miðeyju.
    2. Hámarkshraði lækkaður í 30km/klst frá Dalbraut 8 framhjá leikvelli við leikskóla. Norðan við leikskóla verði hámarkshraði 40 km/klst, sem og sunnan við Dalbraut 8 en á þeim kafla verði einnig fleiri hraðatakmarkandi aðgerðir.
    3. Hraðavaraskilti verði fært u.þ.b. 250m innan í þéttbýlið.
    4. Upplýsingaskilti við gangbrautir.
    5. 30km skilti og 30km yfirborðsmerking við upphaf 30 svæðis.
    6. Tvær miðeyjur verði settar upp á Dalbraut, neðan Dalbrautar 30 og 46.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í hugmyndirnar en leggur til að tillagan verði auglýst og óskað eftir athugasemdum við tillöguna. Athugasemdafrestur skal vera til 1.nóvember.

     Málsnúmer 1710023 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Umsókn um lóð. Iðnaðarsvæði Bíldudal.

     Erindi Jóns S. Bjarnasonar tekið fyrir að nýju vegna formgalla á fyrri bókun, erindið var tekið fyrir á 45.fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 21.mars 2018. Í erindinu var sótt sameiginlega um lóðir 14. og 16. við iðnaðar og hesthúsasvæði á Bíldudal. Sótt var um lóðina til byggingar stálgrindarskemmu sem og að steypustöð yrði staðsett á reitnum. Erindið var samþykkt bæði af skipulags- og umhverfisráði sem og bæjarstjórn Vesturbyggðar, við fyrri bókun vantaði um sameiningu lóðanna.

     Skipulags- og umhverfisráð samþykkir sameiningu lóða nr. 14. og 16. við iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð telur að um óveruleg frávik sé að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu og að breytingin sé undanþegin grenndarkynningu, sbr. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 enda varðar breytingin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sem landeiganda og lóðarumsækjanda. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstórn að málið verði samþykkt.

      Málsnúmer 1803043 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      6. Umhverfisstofnun - Ólögleg skilti í náttúru landsins

      Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti. Umhverfisstofnum bindur vonir við að sveitarfélögin tilkynni til stofnunarinnar þegar grunur vaknar um að auglýsingskilti kunni að brjóta í bága við framangreindar reglur. Erindið lagt fram til kynningar.

       Málsnúmer 1807039 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10