Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #45

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. mars 2018 og hófst hann kl. 13:00

    Fundargerð ritaði
    • Elfar Steinn Karlsson forstöðum. tæknideildar

    Almenn erindi

    1. Umsókn um byggingarleyfi. Breytingar utanhúss.

    Guðmundur V. Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Erindi frá Jóni G. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss að Strandgötu 13, Bíldudal. Breytingin felur í sér að ný innkeyrslu- og gönguhurð verður sett á suðurgafl hússins. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af Hugsjón, dags. 11.03.2018.

    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

      Málsnúmer 1803040

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Umsókn um byggingarleyfi - gistihús.

      Erindi frá Gísla Á. Gíslasyni og Nönnu Á. Jónsdóttur, Efri-Rauðsdal. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 117,2 m2 gistihúsi fyrir allt að 11 gesti. Erindinu fylgja uppdrættir unnir af teiknistofunni RÚM, dags. 13.03.2018.

      Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins. Umsækjenda er veittur frestur fram að næsta fundi ráðsins sem áætlaður er 9.apríl til að skila inn ábyrgðaryfirlýsingum byggingarstjóra og meistara.

        Málsnúmer 1803032 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Efri-Tungu.

        Erindi frá R. Marinó Thorlacius. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar umhverfis bæjarstæðið að Efri-Tungu, Örlygshöfn. Erindinu fylgir landskiptasamningur er sýnir afmörkun lóðarinnar.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.

          Málsnúmer 1803024

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Ríkiseignir - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi jarðarinnar Sauðlauksdals, landnr. 139917

          Erindi frá Magneu V. Svavarsdóttur, f.h. Ríkiseigna. Í erindinu er sótt um stofnun lóðar umhverfis Prestbústaðinn nýrri í Sauðlauksdal. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir afmörkun nýrrar lóðar.

          Skipulags og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

            Málsnúmer 1803021

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hráefnisgeymsla - fyrirspurn.

            Fyrirspurn frá Stig Randal, f.h. Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. Með fyrirspurninni vill bréfritari kanna hvort að eitthvað sé því til fyristöðu að leyfi fáist til að byggja u.þ.b. 450 m2 hráefnisgeymslu norður af þurrkhúsi á lóð verksmiðjunnar til forvinnslu á hráefni verksmiðjunnar. Fyrirspurninni fylgir skematísk mynd sem og afstöðumynd er sýnir bygginguna.

            Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við þessar fyriráætlarnir, þær samræmast skilmálum gildandi skipulags.

              Málsnúmer 1803011

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umsókn um byggingarleyfi. Frístundahús.

              Erindi frá Valgeir J. Davíðssyni, Hvammi. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 27,1 m2 frístundahúsi. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Guðbjarti Á. Ólafssyni dags, 12.02.2018.

              Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

                Málsnúmer 1803042

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Umsókn um lóð. Iðnaðarsvæði Bíldudal.

                Erindi frá Jóni S. Bjarnasyni f.h. láss ehf. Í erindinu er sótt um sameiginlega lóðir 14. og 16 við iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal. Áætlað er að byggja 450m2 stálgrindarskemmu auk þess að steypustöð verður sett upp á lóðinni.

                Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að umsóknin verði samþykkt.

                  Málsnúmer 1803043 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Óskar H Gíslason - Ósk um leyfi til afnota af ljósasaurum hjá Stekkabóli fyrir fána.

                  Erindi frá Óskari H. Gíslasyni f.h. Stekkabóls. Í erindinu er sótt um leyfi til að setja upp auglýsingafána á ljósastaura neðan við Stekka 19 og 21. Erindinu fylgir teikningar er sýna fána og staðsetningu.

                  Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu.

                    Málsnúmer 1801028

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Vesturbyggð - lagning ljósleiðara á Barðaströnd.

                    Erindi frá Gerði Sveinsdóttur og Davíði R. Gunnarssyni f.h. Vesturbyggðar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara á Barðaströnd. Fyrirhugað er að tengja heimtaugar að öllum bæjum á Barðaströnd sem og frá Þverá að Flókalundi.

                    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið, sem og ítarlegri uppdráttum af framkvæmdinni.

                      Málsnúmer 1803046 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Flókalundur - Deiliskipulag

                      Lögð fram skipulagsáætlun fyrir Flókalund í Vatnsfirði, dagsett mars 2018, f.h. landeigenda, þar sem farið er yfir fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu en hugmyndir eru um að stækka núverandi hótel. Deiliskipulagssvæðið nær yfir 10.500 m2.

                      Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsingu deiliskipulags skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

                        Málsnúmer 1705048 5

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        8. Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1803006

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30