Hoppa yfir valmynd

Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1903358

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. mars 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 25. mars 2020. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kom inn á fundinn og fór yfir ferli sveitarfélaga að verða heilsueflandi samfélag.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að sveitarfélagið sæki um að verða heilsueflandi samfélag.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 25. mars 2020 ásamt gögnum vegna umsóknarferlis fyrir sveitarfélög við að verða heilsueflandi samfélag. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 893. fundi sínum 31. mars 2020 að sveitarfélagið myndi sækja um að verða heilsueflandi samfélag.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn Vesturbyggðar er sammála um að Vesturbyggð gerist heilsueflandi samfélag og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í samráði við bæjarstjóra.
3. maí 2022 – Bæjarráð

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kom inná fundinn og fór yfir stöðuna á verkefninu heilsueflandi samfélag sem bæjarstjórn Vesturbyggð samþykkti að taka þátti í á 347. fundi bæjarstjórnar. Unnið er að umsókn til Landlæknis um að taka þátt í verkefninu.

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi fór jafnframt yfir stöðu verkefnis um heilsustíga í Vesturbyggð. Tæki sem fara eiga upp á Patreksfirði eru komin og verða sett upp á næstu vikum. Pöntun á tækjum fyrir Bíldudal er í vinnslu, gert er ráð fyrir að þau tæki fari upp fyrir sumarið 2023.