Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #940

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. maí 2022 og hófst hann kl. 14:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Heilsueflandi samfélag

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi kom inná fundinn og fór yfir stöðuna á verkefninu heilsueflandi samfélag sem bæjarstjórn Vesturbyggð samþykkti að taka þátti í á 347. fundi bæjarstjórnar. Unnið er að umsókn til Landlæknis um að taka þátt í verkefninu.

Íþrótta- og tómstundarfulltrúi fór jafnframt yfir stöðu verkefnis um heilsustíga í Vesturbyggð. Tæki sem fara eiga upp á Patreksfirði eru komin og verða sett upp á næstu vikum. Pöntun á tækjum fyrir Bíldudal er í vinnslu, gert er ráð fyrir að þau tæki fari upp fyrir sumarið 2023.

  Málsnúmer 1903358 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Ársreikningur Vesturbyggðar 2021

  Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2021.

  Bæjarráð vísar ársreikningi 2021 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

   Málsnúmer 2204011 4

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Lyftari fyrir áhaldahús Patreksfirði

   Lagt fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem farið er yfir stöðu lyftara áhaldahússins á Patreksfirði sem er bilaður og áætlaðan kostnað ef gera á við tækið. Sviðstjóri metur ástand lyftarans þannig að ekki borgi sig að gera við hann og mælir með því að keypt verði nýtt tæki.

   Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka og leggja fyrir til samþykktar.

    Málsnúmer 2204048

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Stefnumótun í ferðaþjónustu

    Lögð fram uppfærð drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar, uppfærðar hafa verið helstu tölur, hún tengd við aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035 og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

    Bæjarráð vísar ferðamálastefnu Vesturbyggðar til staðfestingar bæjarstjórnar.

     Málsnúmer 2002068 6

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Sláttur og hirðing 2022-2024 Útboð

     Rætt um niðurstöðu útboðs á slætti í Vesturbyggð, Patreksfirði og Bíldudal. Eitt tilboð barst í verkið frá Guðmundi Birni Þórssyni f.h. óstofnaðs fyrirtækis, tilboðið hljóðaði upp á 12.511.154 kr.

     Þar sem einungis einn aðili bauð í verkið eru komnar forsendur til þess að semja við tilboðsgjafa, því hafnar bæjarráð tilboðinu og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að óska eftir samtali við tilboðsgjafa um mögulegan samning um verkið.

      Málsnúmer 2202045 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Skólamötuneyti á Bíldudal

      Lögð fram drög að útboðs- og verklýsingu fyrir mötuneyti á Bíldudal. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur mötuneytisins verði boðin út og samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Málinu vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.

       Málsnúmer 2204016 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Samráðshópur um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar

       Lagt fram erindi frá Sigríði Finsen dags. 14. apríl 2022, þar sem óskað er tilnefninga í samráðshóp skipaðann fulltrúum sveitarfélaga við Breiðafjörð sem verði stýrihópi umhverfis, orku og loftlasráðherra til ráðgjafar og samráðs í vinnu við forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við byggðaþróun.

       Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra Vesturbyggðar í samráðshópinn.

        Málsnúmer 2205001

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Umsagnarbeiðni gistileyfi - Mórunes Patreksfirði

        Lögð fram beiðni frá sýslumanni Vestfjarða dags. 19. apríl 2022 um umsögn um leyfi til reksturs gisitistaðs í Flokki II-G íbúðir að Mórunesi á Barðaströnd. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við rekstraraðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins.

         Málsnúmer 2204038

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Varðandi gildistíma klippikorta

         Lagt fram erindi frá Rögnvaldi Birgi Johnsen, dags. 28. apríl 2022, þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingar sem gerðar hafa verið varðandi notkun klippikorta við förgun á úrgangi á gámavöllum í Vesturbyggð.

         Breytingar á fyrirkomulagi varðandi meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð urðu í kjölfar útboðs á árinu 2020. Útboðið tók mið að auknum kröfum um meðhöndlun úrgangs og kostnaðar í samræmi við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003.

         Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að svara bréfritara.

          Málsnúmer 2204051

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Fjöruhreinsun Rauðasandur 2022

          Lagt fram erindi frá Umhverfisstofnun dags. 25. apríl 2022 vegna fjöruhreinsunar á Rauðasandi í júlí í samvinnu við landeigendur. Hreinsunin fer fram í tengslum við OSPAR samninginn en samningurinn gengur út á verndun hafrýmis Norðaustur-Atlandshafsins, meðal annars með því að draga úr mengun frá landi og uppsprettum í hafi og er Rauðisandur ein af þeim fjörum á Íslandi sem vöktuð er árlega. Í erindinu er óskað eftir áframhaldandi samstarfi við Vesturbyggð um framlag m.a. í formi greiðslu fyrir gám og veitingar fyrir sjálfboðaliða.

          Bæjarráð samþykkir erindið og hvetur íbúa og aðra áhugasama til að taka þátt í hreinsuninni.

           Málsnúmer 2204043

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           Til kynningar

           11. Menntastefna Vestfjarða

           Lagt fram til kynningar erindi frá Vestfjarðastofu dags. 8. apríl 2022 um gerð Menntastefnu Vestfjarða.

            Málsnúmer 2204049 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Mál nr 582 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun) ósk um umsögn.

            Lögð fram til kynningar beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 29. apríl 2022 um umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfivæn orkuöflun), 582. mál.

             Málsnúmer 2204052

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Mál nr 590 um aðbúnað, hollustuþætti og öryggi á vinnustöðum ( vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð) ósk um umsögn

             Lögð fram til kynningar beiðni velferðarnefnd Alþingis dags. 11. apríl 2022 um umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.

              Málsnúmer 2204027

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Styrktarsjóður EBÍ 2022

              Lögð fram til kynningar umsókn um styrk vegna verkefnisins Vatneyrarbúð - uppsetning fræðslu- og sögusýningar, dags. 7. apríl 2022.

               Málsnúmer 2203079 2

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Uppgröftur á Asbests lögn í Bíldudal

               Lagt fram til kynningar svarbréf Vesturbyggðar vegna kröfu um uppgröft á vatnsleiðslu í landi Litlu-Eyrar dags. 11. apríl 2022.

                Málsnúmer 2105029

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                16. Fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga

                Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga, 30. mars 2022.

                 Málsnúmer 2204037

                 Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                 17. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2022

                 Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar stjórnar Vestfjarðastofu dags. 23. febrúar 2022.

                  Málsnúmer 2204036 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  18. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

                  Lagðar fram til kynningar fundargerðir Breiðafjarðarnefndar af 200 og 201. fundi nefndarinnar, 15. febrúar 2022 og 5. apríl 2022.

                   Málsnúmer 2202047 8

                   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                   19. 67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, 6. apríl 2022

                   Lögð fram til kynningar þinggerð 67. fjórðungsþings Vestfirðinga sem fram fór á Ísafirði 6. apríl 2022.

                    Málsnúmer 2203063 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:13