Hoppa yfir valmynd

Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

Málsnúmer 1904027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 uppdráttur og greinargerð, dagsett 20. júlí 2019. Breytingin fjallar um breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Melanesi við Rauðasand. Markmið breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og gistiskála fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag sem verður auglýst samtímis.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga með fyrirvara um uppfærðan fjölda gistirýma sem og að skilgreina þarf vatnsból. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
15. apríl 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar, dagsett 6. nóvember 2017. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu í landi Melaness á Rauðasandi og endurskilgreina þarf landnotkun á svæðinu frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónsutu.
Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
24. apríl 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar, dagsett 6. nóvember 2017. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu í landi Melaness á Rauðasandi og endurskilgreina þarf landnotkun á svæðinu frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu.

Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og skipulagsfulltrúa er falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.
24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 uppdráttur og greinargerð, dagsett 20.7.2019.

Breytingin fjallar um breytta landnotkun frá landbúnaðarlandi yfir í verslunar- og þjónustusvæði á jörðinni Melanesi við Rauðasand.

Markmið breytingarinnar er að skapa rými fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á fjórum lóðum vestan við bæjarstæðið þar sem reisa á gistihús og gistiskála fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag sem verður auglýst samtímis.

Skipulags- og umhverfisráð mælist til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. sömu laga, með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður sem fram fóru á fundinum. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
5. desember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Melanes, á Rauðasandi. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.
Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun í kafla hverfisvernd og náttúrufar var aukin þar sem fjallað er um þá náttúruþætti sem njóta verndar og eru á aðliggjandi svæðum við Rauðasand auk þess sem staðsetning þeirra og Melaness er sýnd á kortum.
- Nánari skilgreining á heimildum til uppbyggingar á ferðaþjónustu (V11) á Melanesi í töflu 2.3.4 þar sem meðal annars er tiltekið fjöldi gistirúma og yfirbragð mannvirkja.
- Í kafla 5. Umhverfismat er nánari umfjöllun um aðliggjandi svæði, viðkvæmni þeirra og leiðbeiningar til rekstraraðila ferðaþjónustunnar varðandi upplýsingar og leiðbeiningar til gesta á svæðinu.
- Skilgreint er nýtt vatnsból aðeins ofar í hlíðinni og fyrir liggur hnitsett mynd af nýju vatnsbóli.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til viðbótar liggur einnig fyrir umsókn frá Ólöfu Matthíasdóttur, dagsett 26. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið Vesturbyggð að um 5 ha verði teknir úr landbúnaðarnotum sbr. jarðalög nr. 81/2004. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um leyfi til breyttar landnotkunar á svæðinu sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
11. desember 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Melanes, á Rauðasandi. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.
Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

- Umfjöllun í kafla hverfisvernd og náttúrufar var aukin þar sem fjallað er um þá náttúruþætti sem njóta verndar og eru á aðliggjandi svæðum við Rauðasand auk þess sem staðsetning þeirra og Melaness er sýnd á kortum.
- Nánari skilgreining á heimildum til uppbyggingar á ferðaþjónustu (V11) á Melanesi í töflu 2.3.4 þar sem meðal annars er tiltekið fjöldi gistirúma og yfirbragð mannvirkja.
- Í kafla 5. Umhverfismat er nánari umfjöllun um aðliggjandi svæði, viðkvæmni þeirra og leiðbeiningar til rekstraraðila ferðaþjónustunnar varðandi upplýsingar og leiðbeiningar til gesta á svæðinu.
- Skilgreint er nýtt vatnsból aðeins ofar í hlíðinni og fyrir liggur hnitsett mynd af nýju vatnsbóli.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til viðbótar liggur einnig fyrir umsókn frá Ólöfu Matthíasdóttur, dagsett 26. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið Vesturbyggð að um 5 ha verði teknir úr landbúnaðarnotum sbr. jarðalög nr. 81/2004. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur.

Bæjarstjórn samþykkir að sótt verði um leyfi til breyttar landnotkunar á svæðinu sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.