Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #68

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. desember 2019 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
 • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
 • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi er viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 9. septemeber til 21. október 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Málsnúmer 1907110 4

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

  Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Melanes, á Rauðasandi. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019.

  Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
  Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Ísafjarðarbæ.
  Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

  - Umfjöllun í kafla hverfisvernd og náttúrufar var aukin þar sem fjallað er um þá náttúruþætti sem njóta verndar og eru á aðliggjandi svæðum við Rauðasand auk þess sem staðsetning þeirra og Melaness er sýnd á kortum.
  - Nánari skilgreining á heimildum til uppbyggingar á ferðaþjónustu (V11) á Melanesi í töflu 2.3.4 þar sem meðal annars er tiltekið fjöldi gistirúma og yfirbragð mannvirkja.
  - Í kafla 5. Umhverfismat er nánari umfjöllun um aðliggjandi svæði, viðkvæmni þeirra og leiðbeiningar til rekstraraðila ferðaþjónustunnar varðandi upplýsingar og leiðbeiningar til gesta á svæðinu.
  - Skilgreint er nýtt vatnsból aðeins ofar í hlíðinni og fyrir liggur hnitsett mynd af nýju vatnsbóli.

  Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Til viðbótar liggur einnig fyrir umsókn frá Ólöfu Matthíasdóttur, dagsett 26. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið Vesturbyggð að um 5 ha verði teknir úr landbúnaðarnotum sbr. jarðalög nr. 81/2004. Með umsókninni fylgir hnitsettur uppdráttur.

  Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sótt verði um leyfi til breyttar landnotkunar á svæðinu sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

   Málsnúmer 1904027 6

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Deiliskipulag - Melanes ferðaþjónusta

   Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Melanes ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 4. október til 18. nóvember 2019 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
   Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
   Fyrir liggur leiðréttur uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar á skipulagsgögnum til samræmis við umsagnir. Breytingar sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum eftir auglýsingu eru eftirfarandi:

   - Umfjöllun um lagnir og vatnsból gerðar ítarlegri.
   - Umfjöllun um umhverfisáhrif gerð ítarlegri.

   Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 1904028 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Dufansdalur Efri - Tilkynning um skógrækt

    Tekið fyrir erindi Arnhildar Ásdísar Kolbeins og Þórarins Kristjáns Ólafssonar, dagsett 11. nóvember þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á um 35 ha svæði í landi Dufansdals-Efri.

    Með erindinu fylgir umsókn um framkvæmdaleyfi, tilkynning til sveitarfélagsins þar sem framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

    Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan landbúnaðarsvæðis þar sem skógrækt er heimil. Niðurstaða skipulags- og umhverfisráðs er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum, því til grundvallar er útfyllt eyðublað af skipulagsfulltrúa um ákvörðun c-flokks framkvæmda.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu fyrir aðliggjandi jörð og sumarhúsaeigendum á svæðinu.

     Málsnúmer 1911080 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

     Tekin fyrir lýsing að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, um er að ræða breytingu á veglínu fyrir færslu Örlygshafnarvegar suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

     Þar sem um nýjan veg utan þéttbýlis á verndarsvæði er að ræða falla framkvæmdir sem breytingin fjallar um í B-flokk 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 (liður 10.09). Því skal það metið hvort framkvæmdirnar skulu háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum.

     Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

      Málsnúmer 1911118 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Brjánslækur. Umsókn um stofnun lóðar.

      Erindi frá Ríkiseignum. Í erindinu er óskað eftir stofnun 2,4ha lóðar úr landi Brjánslækjar 1, L139787 í Vesturbyggð. Erindinu fylgir mæliblað sem og umsókn.

      Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

       Málsnúmer 1912011 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Til kynningar

       7. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

       Lagt fram til kynningar greinagerð Skipulagsstofnunar dags. 29. nóvember 2019 um ákvörðun á matsskyldu vegna framleiðsluaukningar Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

       Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

        Málsnúmer 1904035 6

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50