Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #58

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. apríl 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) formaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jóhanna Gísladóttir (JG) aðalmaður
  • Véný Guðmundsdóttir (VG) varamaður
Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Óskar Örn Gunnarsson skipulagsfulltrúi var viðstaddur í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn erindi

1. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.

    Málsnúmer 1903024 14

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Aðalskipulagsbreyting Melanes Rauðasandi

    Tekin fyrir skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar, dagsett 6. nóvember 2017. Ástæða breytingarinnar er sú að gert er ráð fyrir uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu í landi Melaness á Rauðasandi og endurskilgreina þarf landnotkun á svæðinu frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónsutu.
    Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

      Málsnúmer 1904027 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

      Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið.

      Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

      Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

      Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

      Skipulags- og umhverfisráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.

        Málsnúmer 1904035 6

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

        Erindi frá Odda hf. Í erindinu er sótt um byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar á húsnæði til vinnslu sjávarafla. Áætlað er að reisa 600 m2 límtrés- eða stálgrindarhús á reitnum.

        Skipulags- og umhverfisráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

          Málsnúmer 1904017 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Ósk um úthlutun lóða við Aðalstæti 124A og 128 til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

          Erindi frá Aðalstræti 73 ehf. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Aðalstræti 124A og 128 til húsbygginga en fyrirhugað er að reisa þar 160-220 m2 einbýlishús.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt.

            Málsnúmer 1904038 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Hreinsunarátak í Vesturbyggð

            Forstöðumaður tækideildar fór yfir tillögur að skipulagningu hafnarsvæða á Bíldudal og Patreksfirði vegna hreinsunarátaksins.Lagðar voru fram samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

            Skipulags- og umhverfisráð felur forstöðumanni tæknideildar að vera í sambandi við heilbrigðiseftirlit Vestfjarða vegna framkvæmdar á ákvæðum í samþykkt heilbrigðisnefndar Vestfjarða um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða nr. 910/2015.

              Málsnúmer 1903091 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Vesturbyggð, lóðir í þéttbýli.

              Byggingarfulltrúi fór yfir lausar lóðir í þéttbýli Vesturbyggðar.

              Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag íbúabyggðar við Lönguhlíð á Bíldudal verði klárað en enn vantar að láta vinna fornleifaskráningu fyrir svæðið svo að hægt sé að auglýsa skipulagið. Skipulagsfulltrúi upplýsti að unnið væri að fornleifaskráningu vegna verndarsvæðis í byggð á aðliggjandi svæði og leggur ráðið til að framkvæmdaraðila þeirrar skráningar verði falið að útvíkka verkefnið m.t.t. deiliskipulags íbúabyggðar við Lönguhlíð.

                Málsnúmer 1904062 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:24