Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Hnjótur 1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018

Málsnúmer 1909053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Breyting við Hnjót 1 lýsing skipulagsverkefnis, dagsett 11. september 2019.

Hafinn er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 í Vesturbyggð en um er að ræða breytta landnotkun, frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillaga þessi kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Eftirfarandi lýsing er í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til skilgreiningar á nýju svæði verslunar- og þjónustu V10, stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað hring á uppdrætti aðalskipulagsins.
Unnið er að deiliskiplagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingunni og verða tillögurnar auglýstar samtímis.

Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010.




24. september 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Breyting við Hnjót 1 lýsing skipulagsverkefnis, dagsett 11. september 2019.

Hafinn er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 í Vesturbyggð en um er að ræða breytta landnotkun, frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillaga þessi kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Eftirfarandi lýsing er í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til skilgreiningar á nýju svæði verslunar- og þjónustu V10, stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað hring á uppdrætti aðalskipulagsins.
Unnið er að deiliskiplagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingunni og verða tillögurnar auglýstar samtímis.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun