Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #339

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 24. september 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
 • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
 • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
 • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 339. fundar þriðjudaginn 24. september 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Ásgeir Sveinsson er fjarverandi en í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir, Magnús Jónsson er fjarverandi í hans stað situr fundinn Esther Gunnarsdóttir. Guðrún hefur óskað eftir því að fá að sitja fundinn í fjarfundi og er það borið upp til samþykktar. Það er samþykkt samhljóða.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - breyting á skipan í ráð og nefndir

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan annarsvegar í fræðslu- og æskulýðsráði. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir tekur sæti sem varamaður í stað Sædísar Eiríksdóttur og hins vegar í menningar- og ferðamálaráð en þar taka Iða Marsibil Jónsdóttir og Jón Árnason sæti sem varamenn í stað Maríu Ragnarsdóttur og Arons Inga Guðmunssonar.

Samþykkt samhljóða

  Málsnúmer 1905023 7

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjallskil - kostnaður

  Tekin fyrir bókun fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þar sem því er vísað til bæjarstjórnar Vesturbyggðar að heimilt verði að leggja allt að 2% á landverð allra jarða í Vesturbyggð og Tálknafjarðahrepp, þar með talið eyðijarðir, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda miðað við gildandi fasteignamat á hverjum tíma, í samræmi við fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012, sem innheimt verði samhliða fasteignagjöldum 2020. Nefndin leggur einnig til að á árinu 2020 verði lagt á fjallskilaskylt búfé í sveitarfélögunum gjald sem nemur 300 kr. á hverja sauðkind skv. skráningu Matvælastofnunar sem renna skal í fjallskilasjóð. Tekjur vegna gjaldtökunnar renna óskipt í fjallskilasjóð og ráðstafað verður úr honum í samræmi við gildandi fjallskilasamþykkt.

  Til máls tóku: Forseti, RH og GE.

  Tillaga nefndarinnar samþykkt með sex atkvæðum, GE situr hjá

   Málsnúmer 1903176 5

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

   Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 878. fund bæjarráðs. Viðaukinn er gerður vegna launakostnaður og rekstrarksotnaður leikskóladeildar við Patreksskóla samtals 8.1 milljón. Kostnaði er mætt með því að lækka launakostnað í málaflokki 09 um 2.1 milljón og í málafl. 33 um 3,4 milljónir. Gerð er hagræðingarkrafa í rekstri málaflokks 04 uppá 2,6 milljónir. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.

   Til máls tóku: Forseti

   Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

    Málsnúmer 1903392 13

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Bygging sundlaugar á Bíldudal, áskorun frá bæjarbúum.

    Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal.

    Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarndi bókun:
    Ég fagna því frumkvæði sem íbúar Bíldudals hafa tekið við söfnun undirskrifta til þess að setja fram skýlausa kröfu um það að bæjarstjórn hefjist handa við undirbúning byggingu sundlaugar á staðnum sem allra fyrst. Að mínu mati eru það sjálfsögð lífsgæði í nútíma samfélagi að sundlaug sé á Bíldudal sem og í öðrum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu og löngu orðið tímabært að bæði ungir sem aldnir geti notið þeirrar afþreyingar og hreyfingar sem iðkun sunds hefur í för með sér án þess að þurfa að sækja sundlaugar í aðra byggðakjarna sveitarfélagsins.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun forseta og vísar tillögunni áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

    Til máls tóku: Forseti og FM.

     Málsnúmer 1909040 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Ósk um stofnun lóðar. Efri-Arnórsstaðir.

     Erindi frá Ingva Ó. Bjarnasyni, Neðri-Arnórsstöðum. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Efri-Arnórsstaða, Barðaströnd(139777). Áætluð stærð lóðar er 3106 m2. Umsókninni fylgir lóðarblað.

     Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar.

      Málsnúmer 1908047 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Stekkar 13 - ósk um lóðarleigusamning.

      Erindi frá Ingólfi M. Ingvasyni. Í erindinu er óskað eftir nýjum lóðarleigusamningi vegna Stekka 13, Patreksfirði.

      Til máls tóku: Forseti, EG, RH og FM

      Bæjarstjórn samþykkir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur við húseigendur að Stekkum 13, Patreksfirði.

       Málsnúmer 1908033 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Arnarbakki 5. Umsókn um lóð.

       Erindi frá Jens H. Valdimarssyni f.h. Bernódus ehf. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar einbýlishúss.

       Til máls tóku: Forseti, GE og RH.

       Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar að Arnarbakka 5 á Bíldudal til umsækjenda.

        Málsnúmer 1909001 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Hjótur 1, Örlygshöfn, L139872 - Gerð deiliskipulags.

        Tekin fyrir Hnjótur 1 deiliskipulag, lýsing skipulagsverkefnis.

        Hafin er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 en um er að ræða skilgreiningu á tjaldsvæði og svæði fyrir verslun og þjónustu. Samhliða deiliskipulaginu verður unnin breyting á aðalskipulagi sem verður auglýst samtímis.

        Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.

         Málsnúmer 1906127 4

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Hnjótur 1. Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018

         Tekin fyrir breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Breyting við Hnjót 1 lýsing skipulagsverkefnis, dagsett 11. september 2019.

         Hafinn er undirbúningur við gerð deiliskipulags við Hnjót 1 í Vesturbyggð en um er að ræða breytta landnotkun, frá landbúnaðarlandi yfir í verslun og þjónustu. Deiliskipulagstillaga þessi kallar á breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Eftirfarandi lýsing er í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til skilgreiningar á nýju svæði verslunar- og þjónustu V10, stærð svæðisins er undir 5 ha og verður því markað hring á uppdrætti aðalskipulagsins.
         Unnið er að deiliskiplagstillögu samhliða aðalskipulagsbreytingunni og verða tillögurnar auglýstar samtímis.

         Bæjarstjórn frestar afgreiðslu máls þar sem ekki liggur fyrir samþykki landeiganda í óskiptu landi.

          Málsnúmer 1909053 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Samstarfs- og þjónusamningur við BsVest um málefni fatlaðs fólks

          Samstarfs- og þjónustusamningur við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks lagður fram til staðfestingar.

          Bæjarstjórn staðfestir samninginn.

           Málsnúmer 1906129 3

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           Fundargerð

           11. Bæjarráð - 878

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 878. fundar bæjarráðs sem haldinn var 3. september 2019. Fundargerðin er í 5 liðum.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1908005F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           12. Skipulags og umhverfisráð - 62


           13. Fasteignir Vesturbyggðar - 71

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 71. fundar Fasteigna Vesturbyggðar sem jafnframt var aðalfundur félagsins, fundurinn var haldinn 9. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1908006F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           14. Hafna- og atvinnumálaráð - 11

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 11. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 4. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1907007F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           15. Vestur-Botn - 7

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 7. fundar Vestur-Botns sem jafnframt var aðalfundur félagsins, fundurinn var haldinn 9. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1908007F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           16. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 20

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 12. september 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1909005F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           17. Hafna- og atvinnumálaráð - 12

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 12. fundar hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 16. september 2019. Fundargerðin er í 7 liðum.

           Til máls tóku: Forseti, FM, RH, MÓÓ og EG.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1909002F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           18. Bæjarráð - 879


           19. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 55

           Lögð er fram til kynningar fundargerð 55. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem haldinn var 17. september 2019. Fundargerðin er í 4 liðum.

           Til máls tóku: Forseti, GE, RH og FM.

           Lagt fram til kynningar.

           Málsnúmer 1909007F

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           20. Skipulags og umhverfisráð - 63


           Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30