Fundur haldinn í fjarfundi, 12. maí 2020 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Esther Gunnarsdóttir (EG) aðalmaður
- Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
- Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
- Hjörtur Sigurðsson (HS) varamaður
Starfsmenn
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS)
Fundargerð ritaði
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
Almenn mál
1. Gamla smiðjan á Bíldudal
Lagðar fram umsóknir um umsjónaraðila Gömlu smiðjunnar á Bíldudal.
Vesturbyggð auglýsti eftir umsjónaraðila til þess að halda utan um komur gesta í smiðjuna og veita upplýsingar og leiðsögn. Leggja þarf áherslu á að viðhalda sögu smiðjunnar, starfsemi hennar og þeirra muna sem þar eru.
Menningar-og ferðamálaráð leggur til að gengið verði til samninga við Búbíl ehf. og felur bæjarstjóra ásamt menningar-og ferðamálafulltrúa að fara i þá vinnu.
Menningar- og ferðamálaráð þakkar umsækjendum fyrir sýndan áhuga.
2. Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - maí 2020
Lagðar fram styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir aðra úthlutun ársins 2020. Fjórar umsóknir bárust.
1.Minjasafn Egils Ólafsonar óskar eftir styrk til rútuferða fyrir skólabörn Bíldudalsskóla vegna fræðsluverkefnis/skólaheimsóknar í tengslum við sumarsýningu safnsins. Sótt er um styrk að upphæð 70.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.
2. Minjasafn Egils Ólafsonar óskar eftir styrk til rútuferða fyrir skólabörn Patreksskóla vegna fræðsluverkefnis/skólaheimsóknar í tengslum við sumarsýningu safnsins. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir vék að fundi áður en styrkbeiðni nr.3 og 4. voru teknar fyrir.
3. FLAK ehf óskar eftir styrk í tengslum við tónleikaröð FLAK sumarið 2020 í nýstofnuðu samkomu- og veitingahúsi á Patreksfirði. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.
4. FLAK ehf óskar eftir styrk í tengslum við ljósmyndasýningu með gömlum myndum frá Patreksfirði og nágrenni, sem stefnt er að setja upp sumarið 2020. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.
Menningar-og ferðamálaráð óskar aðilum FLAK velfarnaðar með nýja verkefnið.
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.
Mál til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45