Hoppa yfir valmynd

Leyfi landeiganda eða annara rétthafa utan skipulagðra tjaldsvæða - Félag húsbílaeigenda

Málsnúmer 2002224

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá félagi húsbílaeigenda dags. 18 febrúar 2020, þar sem óskað er leyfis landeigenda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan
skipulagðra tjaldsvæða.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu fyrir sitt leyti og vísar því áfram til bæjarráðs.
31. mars 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá félagi húsbílaeigenda dags. 18 febrúar 2020, þar sem óskað er leyfis landeigenda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 70. fundi sínum 12. mars sl. og hafnaði erindinu.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og hafnar erindinu.