Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdir hafnasjóðs Vesturbyggðar 2021

Málsnúmer 2103035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. mars 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri kynnti fjárfestingar og sérgreind rekstrarverkefni sem áætlað er að ráðast í á árinu 2021.

Rætt um verkefni sem sækja á um í fiskeldissjóð og hafnarstjóra falið að kanna með áform Vegagerðarinnar um lagfæringar á vegi frá Brjánslækjarhöfn upp að þjóðvegi.
19. apríl 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Á 29. fundi hafna - og atvinnumálaráðs var hafnarstjóra falið að kanna með áform Vegagerðarinnar um lagfæringar á vegi frá Brjánslækjarhöfn upp að þjóðvegi.

Hafnarstjóri upplýsti að Veggerðin hefði tilkynnt um að ekki stæði til að fara í neinar stórar lagfæringar á veginum.

Hafna- og atvinnumálaráð lýsir yfir áhyggjum af ástandi vegarins, vegurinn er illa farinn og er ein aðal aðkoman inn í sveitarfélagið fyrir bæði almenning sem og þungaflutninga. Ráðið hvetur Vegagerðina til að endurskoða málið og lagfæra veginn.