Hoppa yfir valmynd

Rafhlaupahjól í Vesturbyggð

Málsnúmer 2104016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2022 – Menningar- og ferðamálaráð

Vesturbyggð hóf samræður við rafhlaupahjólafyrirtækið Hopp 2021 og var ákveðið að Hopp myndu veita sveitarfélaginu 20 rafhlaupahjól í byrjun árs 2022. Þegar menningar- og ferðamálafulltrúi hafði samband við fyrirtækið kom í ljós áhuga- og viljaleysi af hálfu Hopp og því mun ekki koma á samstarf milli Vesturbyggðar og fyrirtækisins. Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þau málalok og eru vonsvikin með að ekki hafi verið staðið betur að málum þar sem mikil spenna hafði myndast fyrir verkefninu innan sveitarfélagsins. Vesturbyggð mun halda áfram að leysa þessa stöðu og finna aðra samstarfsaðila.




14. september 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Vorið 2021 leitað menningar- og ferðamálafulltrúi til Hopp varðandi rafhlaupahjól í Vesturbyggð. Engin hjól voru til fyrir sumarið og því ákveðið að bíða og sjá. Í ágúst 2021 komust á samningar með Vesturbyggð og Hopp en Hopp mun koma með rafhlaupahjól í Vesturbyggð í byrjun vors 2022.