Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #21

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. apríl 2022 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
 • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
 • Jón Árnason (JÁ) varamaður
 • Óskar Leifur Arnarsson (ÓLA) aðalmaður
 • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
 • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
 • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Skjaldborg 2022

Aðstandendur Heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborg höfðu samband við Vesturbyggð og lýstu yfir áhyggjum sínum varðandi gistipláss yfir hátíðina þar sem hún er af skornum skammti. Menningar- og ferðamálaráð bendir á tjaldsvæðin, leita eftir gistimöguleikum á Bíldudal, Tálknafirði og Barðaströnd sem og að auglýsa eftir lausu gistiplássi hjá heimafólki ásamt því að hafa augu opin fyrir nýjum möguleikum.

  Málsnúmer 2203093

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Skilti við Rauðasand

  Þann 1. apríl 2022 barst Vesturbyggð erindi frá Hrefnu Clausen en það varðar fyrirhugaða uppsetningu á skiltum við Rauðasand og hvort Vesturbyggð muni koma til móts við rekstraraðila tjaldsvæðis á Melanesi. Menningar- og ferðamálaráð þakkar erindið og mun koma hugleiðingum áfram bæði inní Ferðamálastefnu Vesturbyggðar sem og í áfangastaðaáætlun.

   Málsnúmer 2103069 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Rafhlaupahjól í Vesturbyggð

   Vesturbyggð hóf samræður við rafhlaupahjólafyrirtækið Hopp 2021 og var ákveðið að Hopp myndu veita sveitarfélaginu 20 rafhlaupahjól í byrjun árs 2022. Þegar menningar- og ferðamálafulltrúi hafði samband við fyrirtækið kom í ljós áhuga- og viljaleysi af hálfu Hopp og því mun ekki koma á samstarf milli Vesturbyggðar og fyrirtækisins. Menningar- og ferðamálaráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með þau málalok og eru vonsvikin með að ekki hafi verið staðið betur að málum þar sem mikil spenna hafði myndast fyrir verkefninu innan sveitarfélagsins. Vesturbyggð mun halda áfram að leysa þessa stöðu og finna aðra samstarfsaðila.

    Málsnúmer 2104016 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00