Hoppa yfir valmynd

Viðbótarframlag 2020

Málsnúmer 2107026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
15. september 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram til minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn vísar málinu til gerðar viðauka við Fjárhagsáætlun 2021.