Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #925

Fundur haldinn í fjarfundi, 4. ágúst 2021 og hófst hann kl. 16:15

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Auglýsing um ákvörðun ráðherra vegna neyðarstigs almannavarna af völdum Covid-19

Lögð fram auglýsing nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, með vísan til 3. mgr. 131. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Samkvæmt auglýsingunni veitir ráðherra sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga, svo sveitarstjórn sé starfhæf. Lögð fram tillaga að tímabundinni heimild til breytinga á fyrirkomulagi funda bæjarstjórnar Vesturbyggðar og fastanefndum Vesturbyggðar, heimildin gildir til 1. október 2021.

Lagt er til að svo tryggja megi starfhæfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og til að auðvelda ákvarðanatöku að heimilt verði að notast við fjarfundabúnað á fundum bæjarstjórnar og hjá fastanefndum Vesturbyggðar. Engin takmörk verði á fjölda fundarmanna sem tekið geta þátt í fundum bæjarstjórnar og nefnda í fjarfundabúnaði. Ritun fundargerða skal í þeim tilfellum fara fram með öðrum hætti en mælt er fyrir um í leiðbeiningum innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, frá 15. janúar 2013. Fundargerð skal deilt með öllum fundarmönnum á skjá við lok fundar og lesin yfir, hún skal svo send fundarmönnum til staðfestingar í tölvupósti eða undirrituð með rafrænum hætti.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Leiksvæði á Björgunum

Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni. Tillaga að nýju leiksvæði á lóðinni að Aðalstræti 118 var grendarkynnt 22. október 2020 og engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ræða við bréfritara um framhald málsins.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Aðalstræti 128. Umsókn um lóð.

Lagt fram erindi frá Steinunni Sigmundsdóttur, dags. 22. júní 2021. Í erindinu er sótt um lóðina að Aðalstræti 128, Patreksfirði til byggingar parhúss. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 86. fundi sínum 3. júlí sl. að úthlutunin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar, þá er samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða úthlutun lóðanna og áform um byggingu parhúss á lóðinni skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Viðbótarframlag 2020

Lagt fram til kynningar minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar - lagning vegar að fimm lóðum í Mórudal

Lagt fram erindi frá Unnari Þór Böðvarssyni, dags. 26. júlí 2021. Þar er lagt til að veglína fyrir svæðið á Langholti í Mórudal verði breytt frá núgildandi deiliskipulagi, þar sem vegstæðið verði fært og staðsett þar sem minni snjósöfnun verður. Þá er í erindinu lagt til að veglagning fyrir svæðið verði tekin inn í framkvæmdaáætlun bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

Bæjarráð felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna frá bréfritara og vísar erindinu til frekari vinnslu samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2022-2025.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Brjánslæk

Lögð fram umsókn ÍAV hf. um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á Brjánslæk, dags. 27. júlí 2021. Í umsókninni er óskað eftir stöðuleyfi fyrir svefnskála fyrir allt að 30 manns vegna vinnu við uppbyggingu á nýjum Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheiði. Umsókninni fylgir greinagerð, afstöðumynd af staðsetningu vinnubúðanna ásamt samþykki landeiganda (Ríkiseigna). Samþykki landeiganda er veitt með því skilyrði að ábúendur á Brjánslæk veiti samþykki sitt og samráð sé haft við Vegagerðina.

Bæjarráð samþykkir stöðuleyfi til 12 mánaða að uppfylltum skilyrðum landeiganda og skal gengið vel og snyrtilega um svæðið. Bæjarráð felur byggingafulltrúa að svara bréfritara.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Grænbók um samgöngumál

Lögð fram tilkynning í samráðsgátt stjórnvalda dags. 6. júlí sl. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að grænbók um samgöngumál. Lögð fram umsögn Vesturbyggðar um grænbókina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Grænbók um fjarskipti

Lögð fram tilkynning í samráðsgátt stjórnvalda dags. 7. júlí sl. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að grænbók um fjarskipti. Lögð fram umsögn Vesturbyggðar um grænbókina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

9. Umsókn um styrk úr Fiskeldissjóði 2021

Lögð fram til kynningar auglýsing Fiskeldissjóðs sem birt var á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands, ásamt reglugerð um sjóðinn, starfsreglur stjórnar og úthlutunarreglur sjóðsins vegna umsókna um styrki fyrir árið 2021, en umsóknarfrestur rennur út 30. ágúst kl. 16.00.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Fasteignir Vesturbyggðar - Ársreikningur 2020

Lagður fram til kynningar ásreikningur Fasteigna Vesturbyggðar 2020.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Launaþróun sveitarfélaga - minnisblað

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. maí 2021 um launaþróun sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Stefnumótun Náttúrustofu Vestfjarða 2021

Lögð fram til kynningar stefnumótun fyrir Náttúrustofu Vestfjarða dags. 15. júní 2021 ásamt yfirliti yfir núverandi stöðu stofunnar dags. í janúar 2021 og áherslum á rannsóknum í líffræði drög dags. í maí 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 2021

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 132. og 133. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 190. - 193. funda Breiðafjarðarnefndar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021

Lögð fram til kynningar fundargerð 63. fundar stjórnar Vestfjarðastofu 28. apríl 2021.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fundargerð aðalfundar 2021

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Félags skógarbænda á vestfjörðum dags. 30. júní 2021.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins

Lagður fram til kynningar tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 21. júlí 2021 þar sem vakin er athygli á undirbúningi skýrslu Íslands um stöðu innleiðingar Áróssasamningsins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:01