Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #363

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. september 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 363. fundar miðvikudaginn 15. september 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. Ásgeir Sveinsson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir.

Almenn erindi

1. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fyrir liggur greinargerð, umhverfisskýrsla og forsendur dagsett í ágúst og sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur af Patreksfirði og Bíldudal dagsett í september 2021. Til viðbótar liggja fyrir svarbréf til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 á 88. fundi sínum 13. september sl.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar samhljóða tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum um tillöguna og svörum bæjarstjórnar.

    Málsnúmer 2002127 17

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

    Lagður er fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Í minnisblaðinu er lagt til að færðir verði fjármunir sem ætlaðir voru til lagningar kantsteins á Bíldudal 1.000.000 kr. og vinnu við miðjutorg við innkomu Bíldudals 500.000 kr. verði bætt við það sem áætlað var til malbikunar á Bíldudal, þannig að unnt verði að leggja malbik á Sæbakka. Samtals nemur fjárhæðin 1.500.000 kr. Viðaukinn hreyfir ekki handbært fé og hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

    Til máls tók: Forseti

    Bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

      Málsnúmer 2103010 15

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks - Viðbótarframlag 2020

      Lagt fram til minnisblað frá framkvæmdastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks dags. 30. júní 2021 vegna viðbótarframlaga 2020. Þrír viðaukar bárust stjórn Byggðasamlagsins fyrir lok árs 2020 vegna aukinna útgjalda vegna áhrifa Covid-19 og eru eftirstöðvar vegna þessa 16.297.333 kr. Samkvæmt minnisblaðinu er lagt til að sveitarfélögin sem standa að byggðasamlaginu greiði viðbótarframlag í samræmi við íbúafjölda til að standa undir eftirstöðvum ársins 2020. Hlutur Vesturbyggðar er samtals 2.338.662 kr.

      Til máls tók: Forseti

      Bæjarstjórn vísar málinu til gerðar viðauka við Fjárhagsáætlun 2021.

        Málsnúmer 2107026 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Seftjörn, Barðaströnd - breytt afmörkun lóða.

        Lagt fram erindi frá Ríkiseignum dags. 13. ágúst 2021. Í erindinu er óskað eftir staðfestingu á nýju lóðarblaði þar sem breytingar eru gerðar á eftirfarandi lóðum:

        Seftjörn lóð 1 L173217: Lóðin minnkar og verður 23.507m2
        Þverá L139857: Lóðin stækkar og verður 2.048m2.
        Þverá lóð 2 L139858: Lóðin stækkar og verður 2.051m2

        Erindinu fylgir lóðarblað dags. 12. ágúst 2021 unnið af Ríkiseignum. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 88. fundi sínum 13. september sl. og lagði til við bæjarstjórn að breytingar á lóðunum verði samþykktar.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn samþykkir erindið.

          Málsnúmer 2109013 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Deiliskipulag Látrabjarg - Hvallátrar. Ósk um óverulega breytingu.

          Tekið fyrir erindi frá Ingólfi Helgasyni fyrir hönd eigenda sumarhússins að Hnjúkabæ, Hvallátrum (Heimabær 1 lóð 2), dags. 19. ágúst 2021. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs svo heimilt verði að staðsetja ca 15 m2 geymsluhús innan lóðar.

          Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið á 88. fundi sínum og samþykkti að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulaginu með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar þar sem heildarbyggingarmagn innan lóðar fer yfir þau mörk sem deiliskipulag svæðisins kveður á um. Grenndarkynna skal áformin sérstaklega fyrir eigendum Heimabæjar 2, Gimli (Heimabær 1 lóð 1) og Brekkubæjar (Heimabær 2 lóð 3) ásamt auglýsingu á heimasíðu.

          Eftir frekari vinnslu málsins þarf ekki að taka fyrir óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem smáhýsi á lóð reiknast ekki til fermetra innan lóðar og hefur því ekki áhrif á heildar byggingarmagn innan lóðar. Lagt er því til að byggingafulltrúa verði falið að svara bréfritara.

          Til máls tók: Forseti

          Samþykkt samhljóða

            Málsnúmer 2108016 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Upplýsingastefna Vesturbyggðar 2021

            Lögð fram upplýsingastefnu Vesturbyggðar 2021-2023, dags. ágúst 2021. Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir undirbúning við gerð stefnunnar og tilgang með setningu hennar.

            Markmið upplýsingastefnu Vesturbyggðar er að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu sveitarfélagsins, þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta hafi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi sveitarfélagsins. Stefnan nær til allrar starfsemi sveitarfélagsins og tengir því saman ýmsa aðra stefnumótun er varðar upplýsingamiðlun og samskipti við íbúa og fjölmiðla. Upplýsingamiðlun frá Vesturbyggð skal samkvæmt stefnunni vera traust og skýr. Mikilvægt er að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem varða stjórn og þjónustu sveitarfélagsins, afgreiðslu mála og annað sem snýr að hagsmunum íbúa.

            Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

            Bæjarstjórn samþykkir upplýsingastefnuna

              Málsnúmer 2011014 8

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Alþingiskosningar 2021

              Lögð fram kjörskrá Vesturbyggðar fyrir alþingiskosningar sem fara fram laugardaginn 25. september nk.

              Til máls tók: Forseti

              Bæjarstjórn staðfesti kjörskrá Vesturbyggðar.

                Málsnúmer 2106031 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fundargerð

                8. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 26

                Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, fundurinn var haldinn 30. ágúst 2021. Fundargerðin er í 2 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2108001F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                9. Bæjarráð - 927


                10. Vestur-Botn - 9

                Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Vestur-Botns ehf., fundurinn var haldinn 6. september 2021. Fundargerðin er í 1 lið.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2108006F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                11. Fræðslu- og æskulýðsráð - 72

                Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 8. september 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2106002F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                12. Skipulags og umhverfisráð - 88

                Lögð fram til kynningar fundargerð 88. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 13. september 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2109001F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:49