Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #36

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. janúar 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Upplýsingagjöf Bæjarstjóra

Bæjarstjóri kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála vegna ferjunnar Baldurs. Einnig fór hún yfir stöðu samtals sveitarfélagsins við fiskeldisfyrirtækin á Vestfjörðum vegna mögulegrar uppbyggingar sláturhúss á Patreksfirði.

Hafna- og atvinnumálaráð ítrekar fyrri bókanir varðandi Arnarlax og Arctic Fish þar sem óskað er eftir framtíðaráformum fyrirtækjanna.

    Málsnúmer 2201025

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2021-2022

    Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 21. desember 2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Einnig lagt fram bréf útgerðaraðila smábáta í Brjánslækjarhöfn dags. 17. janúar 2022, þar sem hafna- og atvinnumálaráð er hvatt til að falla frá vinnsluskyldu á lönduðum afla í Brjánslækjarhöfn.

    Formaður leggur til eftirfarandi tillögur að sérreglum varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð samkvæmt reglugerð nr. 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022:

    a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.

    b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.

    c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.

    Tillaga formanns er samþykkt með 4 atkvæðum, 1 greiddi atkvæði á móti.

    Bæjarstjóri vék af fundi.

      Málsnúmer 2110045 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Framkvæmdir Hafnasjóðs Vesturbyggðar 2022

      Hafnarstjóri fór yfir áætlaðar framkvæmdir hafnasjóðs á árinu 2022, helstu framkvæmdir eru eftirfarandi:

      Bíldudalshöfn:
      - Endurbygging stálþils og tenging hafskipakanta.
      - Nýtt vogarhús á Bíldudalshöfn.
      - Áframhald á endurnýjun dekkja við hafnarkanta.
      - Nýr vinnubíll á höfnina.
      - Nýtt uppsátursvæði til geymslu fyrir smábáta.
      - Þvottaaðstaða fyrir smábáta.
      - Deiliskipulag fyrir Bíldudalshöfn.

      Brjánslækjarhöfn:
      - Áframhald á viðhaldi masturshúss.
      - Lagfæring á steyptri þekju.
      - Nýr fyrirstöðugarður ásamt nýrri flotbryggju.

      Patrekshöfn:
      - Áframhald á endurnýjun dekkja við hafnarkanta.
      - Malbikun og undirvinna á plani við hafskipakant.
      - Lagfæring á steyptri þekju.
      - Uppsetning á flotbryggju milli fingurbryggju og löndunarkants.

      Ásamt þessum verkefnum eru áfram áætlaðir fjármunir í snyrtingu umhverfis á öllum höfnum.

      Heildarfjárfestingar hafnasjóðs nema um 215.000.000.- kr á árinu 2022.

        Málsnúmer 2201024

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Strandveiðar 2022 - Skerðing á strandveiðikvóta um 1.500 tonn.

        Hafna- og atvinnumálaráð mótmælir harðlega skerðingu aflaheimilda til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári um 1.500 tonn.
        Strandveiðar hafa farið vaxandi innan Vesturbyggðar og var Patrekshöfn aflahæsta strandveiðihöfn landsins á síðasta fiskveiðiári. Strandveiðar eru stór burðarás í atvinnulífinu á sunnanverðum Vestfjörðum og hefur skerðingin víðtæk áhrif, á íbúa, verslanir og þjónustuaðila.
        Hafna- og atvinnumálaráð skorar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að tryggja 48 daga til strandveiða ár hvert.

          Málsnúmer 2201026 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

          Farið yfir fyrirhugaða sölu á Verbúðinni. Samkvæmt greinargerð bæjarstjórnar með fjárhagsáætlun 2022 segir að Verbúðin við Oddeyrargötu verði auglýst að nýju til sölu á árinu. Áhersla verði lögð á að fá tilboð í eignina, þar sem framtíðaruppbygging og notkun hússins verði gerð skýr skil.

          Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að auglýsa eignina aftur til sölu. Óska skal eftir tilboðum í eignina.

            Málsnúmer 2102030 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerðir til kynningar

            6. Fundargerð 440 - Hafnasamband Íslands

            Lögð fram til kynningar fundargerð frá 440. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

              Málsnúmer 2112017

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Fundargerð 64. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

              Lögð fram til kynningar fundargerð frá 64. fundi stjórnar Samtaka Sjávarútvegssveitarfélaga.

                Málsnúmer 2112029

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:01