Hoppa yfir valmynd

Reglur um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Málsnúmer 2201037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. febrúar 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar drög að reglum varðandi úthlutun lóða í Vesturbyggð.
10. mars 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til samþykktar drög að reglum um úthlutun lóða í Vesturbyggð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir drögin með athugasemdum.
16. mars 2022 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur Vesturbyggðar um úthlutun lóða. Í reglunum er kveðið á um auglýsingu og úthlutun lóða í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisráð tók reglurnar fyrir á 93. fundi sínum.

Til máls tóku: Varaforseti, GE og bæjarstjóri.

GE lagði fram eftirfarandi bókun:

"Að þær byggingarframkvæmdir sem eru í vinnslu og lóðir sem hafa verið úthlutaðar en eru ennþá í upppbyggingu skuli lúta sömu reglum og skilmálum, er varða gagnaskil og skilyrði sem þarf að uppfylla áður en byggingarleyfi eru veitt hér eftir. Reglurnar eiga að vera þær sömu fyrir verkefni sem eru ennþá í vinnslu og þau sem á eftir koma og við gætum jafnræðis. Ýmiss ný verkefni eru í byrjunarfasa og rétt að þau lúti sömu skilmálum fyrir þá þætti sem er ólokið varðandi tímamörk ofl."

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir reglurnar og felur bæjarstjóra að undirrita þær og birta á heimasíðu sveitarfélagsins, ásamt upplýsingum um lausar lóðir til úthlutunar í Vesturbyggð í samráði við byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða