Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. mars 2022 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun
Lögð fram drög að endurskoðuðum samþykktum um stjórn Vesturbyggðar. Samkvæmt drögunum eru lagðar til breytingar er snúa að nefndarskipan og gert ráð fyrir að kosið verði í þrjár heimastjórnir sem taka muni yfir ákveðin verkefni núverandi fastanefnda Vesturbyggðar. Samhliða því eru lagðar til breytingar á hlutverki skipulags- og umhverfisráðs sem verður umhverfis- og framkvæmdaráð. Þá hafa drögin verið uppfærð í samræmi við auglýsingu um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga nr. 1180/2021 og leiðbeiningum innviðaráðuneytisins um ritun fundargerða og þátttöku nefndarmanna á fundum með rafrænum hætti.
Til máls tóku: Varaforseti, FM og JA.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir drög að samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og að þau verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til umsagnar til og með 25. mars nk.
Samþykkt samhljóða.
2. Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga vegna stríðsátaka í Úkraínu
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 10. mars 2022, þar sem sveitarfélög eru hvött til að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Til máls tók: Varaforseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraníu og tekur undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraníu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraníu og íbúum þeirra.
Samþykkt samhljóða.
3. Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks
Lagt fram erindi félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dags. 9. mars 2022 vegna móttöku flóttafólks. Í erindinu er leitað eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks vegna stríðsátaka. Bæjarstjóri fór yfir þær upplýsingar sem veittar voru á upplýsingafundi ráðuneytisins fyrr í dag.
Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun á ársgrundvelli að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk, að skrá slíkt húsnæði á vefsíðu Fjölmenningaseturs.
Þá tekur bæjarstjórn jákvætt í að kanna möguleika þess að verða þátttökusveitarfélag í móttöku flóttafólks og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna að málinu áfram.
Samþykkt samhljóða.
4. Sláttur og hirðing 2022-2024 Útboð
Lögð fram drög að útboði vegna slátturs og hirðingu á Bíldudal og Patreksfirði fyrir árin 2022-2024.
Til máls tók: Varaforseti.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sláttur og hirðing á Bíldudal og Patreksfirði verði boðin út hjá Vesturbyggð til næstu þriggja ára. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að vinna að málinu áfram.
5. Greining KPMG á gjaldtöku á sjávarútvegi og fiskeldi
Lögð fram greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga kynntu í febrúar sl. Í greiningunni eru að finna yfirlit um það hvernig tekjur af sjávarútvegi og fiskeldis skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga.
Til máls tók: Varaforseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að þær tekjur sem verða til á svæðinu skili sér til þeirra sveitarfélaga þar sem sjávarútvegur og fiskeldi er stundað. Greining samtakana sýnir skýrt hversu lítið hlutfall gjalda verður eftir í þeim sveitarfélögum þar sjávarútvegur og fiskeldi fer fram og þar sem kröfur um þjónustu og aukna uppbyggingu innviða á sér stað. Mikilvægt er að stjórnvöld hefji sem fyrst endurskoðun á skiptingu þeirra tekna sem sjávarútvegur og fiskeldi er þegar að skila og tryggja þannig að sveitarfélag eins og Vesturbyggð fái auknar tekjur til að sinna hlutverk sínu.
Samþykkt samhljóða.
6. Deiliskipulag Selárdal. Ósk um breytingu á skipulagi.
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Selárdals frá Loga Ragnarssyni og Jóhönnu Steingrímsdóttur, dags. 4. mars 2022. Í erindinu er óskað eftir að staðsetningu tjaldsvæðis verði breytt eins og hún er sýnd í gildandi deiliskipulagi og reiturinn færður þar sem salernisaðstaða er staðsett í dag. Með erindinu fylgir samþykki Ríkiseigna, sem landeiganda, sem setur sig ekki upp á móti áformunum. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 93. fundi sínum að reitur sem, samkvæmt gildandi deiliskipulagi er skilgreindur sem tjaldsvæði verði skilgreindur sem hverfisverndarsvæði og nýr reitur fyrir tjaldsvæði skilgreindur sunnan við salernisaðstöðu. Þá vakti ráðið athygli á að ekki er formlegur rekstur á tjaldsvæði í Selárdal og mun breyting á deiliskipulagi ekki hafa áhrif á það. Þá samþykkti ráðið umsóknina og leggur til við bæjarstjórn að farið verði í óverulega breytingu á deiliskipulaginu.
Til máls tók: Varaforseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir umsóknina og heimilar að farið verði af stað í óverulega breytingu á deiliskipulaginu sem verði grenndarkynnt fyrir húseigendum í Selárdal.
Samþykkt samhljóða.
7. Fjósadalur deiliskipulag sorpsöfnunnarsvæði
Lögð fram tillaga að deiliskipulag sorpsöfnunarsvæðis í Fjósadal á Patreksfirði, dags. 13. janúar 2022. Fyrirhugað er að færa aðstöðu fyrir móttöku og flokkunaraðstöðu sorps á Patreksfirði, í þeim tilgangi að bæta aðstöðu þjónustuverktaka. Deiliskipulagssvæðið er um 0,5 ha að stærð og er staðsett neðst í Fjósadal. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu á 93. fundi sínum.
Til máls tók: Varaforseti.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og óska eftir umsögn Veðurstofu Íslands um deiliskipulagið með tilliti til ofanflóða.
Samþykkt samhljóða.
8. Bíldudalsvegur nr. 63 um Mikladal, umsókn um framkvæmdaleyfi.
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 9. mars 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 4.9km kafla á Bíldudalsveg(63) um Mikladal. Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum. Áætlaður framkvæmdatími er 2 ár og stefnt verður að því að klára að leggja bundið slitlag á 2 km í ár og tæplega 3 km á næsta ári, framkvæmdarlok eru áætluð 1. september 2023. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 93. fundi sínum og beindi því til Vegagerðarinnar að hugað verði að nýjum gatnamótum Bíldudalsvegar(63) og Barðastrandarvegar(62) ofan kirkjugarðs á Patreksfirði á framkvæmdatíma.
Til máls tóku: Varaforseti og ÁS.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
9. Reglur um úthlutun lóða í Vesturbyggð.
Lagðar fram reglur Vesturbyggðar um úthlutun lóða. Í reglunum er kveðið á um auglýsingu og úthlutun lóða í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisráð tók reglurnar fyrir á 93. fundi sínum.
Til máls tóku: Varaforseti, GE og bæjarstjóri.
GE lagði fram eftirfarandi bókun:
"Að þær byggingarframkvæmdir sem eru í vinnslu og lóðir sem hafa verið úthlutaðar en eru ennþá í upppbyggingu skuli lúta sömu reglum og skilmálum, er varða gagnaskil og skilyrði sem þarf að uppfylla áður en byggingarleyfi eru veitt hér eftir. Reglurnar eiga að vera þær sömu fyrir verkefni sem eru ennþá í vinnslu og þau sem á eftir koma og við gætum jafnræðis. Ýmiss ný verkefni eru í byrjunarfasa og rétt að þau lúti sömu skilmálum fyrir þá þætti sem er ólokið varðandi tímamörk ofl."
Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir reglurnar og felur bæjarstjóra að undirrita þær og birta á heimasíðu sveitarfélagsins, ásamt upplýsingum um lausar lóðir til úthlutunar í Vesturbyggð í samráði við byggingafulltrúa.
Samþykkt samhljóða
10. Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands
Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 14. mars 2022 vegna sameiginlegs útboðs sveitarfélaga á slökkviliðsbílum. Eitt tilboð barst frá Ólafi Gíslasyni & Co ehf. og var það 30% yfir kostnaðaráætlun. Lagt er til við bæjarstjórn að tilboðinu verði hafnað og slökkviliðsstjóra falið að uppfæra tæknilýsingu fyrir slökkvibíl á Bíldudal og bjóða aftur út í samvinnu við Ríkiskaup.
Til máls tóku: Varaforseti, ÁS, JA, FM og GE.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hafnar framkomnu tilboði og samþykkir að boðið verði út aftur í samvinnu við Ríkiskaup. Slökkviliðsstjóra falið að uppfæra tæknilýsingu og vinna að málinu áfram.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 15. febrúar 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Varaforseti.
Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 1. mars 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Varaforseti.
Undir lið 12.1. og 12.2. í fundargerðinni ítrekar bæjarstjórn að veittur er 15% afsláttur er veittur leigjendum í Aðalstræti 4 sem eru 65 ára og eldri.
Lögð fram til kynningar fundargerð 937. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 1. mars 2022. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Varaforseti og GE.
Undir lið 13.7 í fundargerðinn er ítrekað að málið er í farvegi, samtöl hafa átt sér stað við hagsmunasamtök fasteignaeigenda á Krossholtum, ekki hefur verið lokað fyrir veitingu heits vatns í fasteignir á svæðinu og beðið er niðurstöðu Orkustofnunar vegna umsóknar um nýtingarleyfi.
JÁ og ÞSÓ viku af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis við afgreiðslu bókunar á lið 14.1.
Lögð fram til kynningar fundargerð 93. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. mars 2022. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Varaforseti, GE, FM og ÁS.
GE lagði fram eftirfarandi bókun undir lið 14.1
"Ég fagna framkomnum metnaðarfullum byggingaráformum er varðar lóðina við Balar 1-2. En þar sem um verulegt byggingarmagn er að ræða myndi ég vilja grenndarkynna þetta fyrir fleiri húsum en þeim sem eru upptalin í bókuninni. Þannig að þetta verði kynnt líka fyrir íbúa raðhúsanna amk. fyrstu 2 íbúðum í hverju raðhúsi sem hafa þetta í sjónlínu. Vil ég líka taka undir bókun nefndarinnar er varðar ítarlegri gögn og að þau gögn sem verða grenndarkynnt , sýni þá þakgerð og hæð húsa sem verður endanleg á húsunum. Þannig að ekki sé leyfilegt að hækka húsin meira en því nemur, sbr fyrirvaran sem framkvæmdaraðili gefur sér í greinargerð að breyta þakgerð við lokahönnun. Það er óásættanlegt ef fengist að hækka þakið eftir kynninguna, sú teikninig sem liggur fyrir þessum fundi var með flötum þökum og hæðarlínur skv. því. Ef ætlun er að hækka það, skuli það kynnt nærliggjandi íbúðum þannig."
Undir lið 14.1 leggur bæjarstjórn til eftirfarandi viðbót við bókun skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynning á framkvæmdunum Bölum 2, Patreksfirði verði einnig kynnt eigendum fasteigna að Sigtúni 57-65, 49-55, 37-45, 29-33 sem og að byggingaáformin verði kynnt vel á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða
JÁ og ÞSÓ komu aftur inná fundinn.
Lögð fram til kynningar fundargerð 76. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 9. mars 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Varaforseti, GE og bæjarstjóri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:43
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 369. fundar miðvikudaginn 16. mars kl. 17:00. Fundurinn fór fram í Brellur, fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Patreksfirði. María Ósk Óskarsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Jörundur Garðarson. Magnús Jónsson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir.
Í upphafi fundar var risið úr sætum og minnst heiðursborgara Vesturbyggðar Sveins Jóhanns Þórðarsonar, fyrrverandi verslunarmanns og bónda á Innri-Múla með einnar mínútu þögn.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 12 fundargerð Menningar- og ferðamálaráðs - 20 -2202002F verði tekið út af dagskrá þar sem málið er tvítekið í dagskrá. Dagskrárliðir 12 - 17 færast upp um einn lið og verða númer 12 - 16.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar óskar áhöfn og útgerð Vestra ehf. ásamt íbúum Vesturbyggðar til hamingju með nýjan togara sem væntanlegur er til hafnar á Patreksfirði í lok mánaðarins.