Málsnúmer 2202003
2. febrúar 2022 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Lagt fram minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. febrúar 2022 um umdæmisráð barnaverndar. Rætt um stöðu mála vegna breytinga á barnaverndarþjónustu sveitarfélaga og samtal sveitarfélaganna á Vestfjörðum um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar. Sveitarstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu samtalsins milli sveitarfélaganna og næstu skref.