Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #949

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 11. október 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Erindi frá félagi um listasafn Samúels og félagi um safn Gísla á Uppsölum - ósk um fjárframlag

Lagt fyrir erindi dags. 29. september frá félagi um listasafn Samúels og félagi um safn Gísla á Uppsölum þar sem óskað er eftir föstum fjárframlögum frá sveitarfélaginu til starfseminnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum safnsins og vísar jafnframt erindinuu áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Beiðni um umsögn um umsókn um rannsóknarleyfi á jarðhita á Patreksfirði

Lögð fyrir beiðni Orkustofnunar dags. 3. október um umsögn um umsókn Orkubús Vestfjarða um rannsóknarleyfi á jarðhita á Patreksfirði. Þess er óskað að umsöngnin berist Orkustofnun eigi síðar en 24. október nk.

Bæjarráð vísar erindinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi FHP árshátíð Arnarlax

Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 5. október 2022 um umsögn um umsókn Arnarlax vegna tækifærisleyfis fyrir árshátíð fyrirtækisins í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög

Brák íbúðafélag hses. tók yfir verkefni Bæjartúns á Bíldudal, við byggingu 10 íbúða húss að Hafnarbraut 9. Brák byggir 4 af þeim íbúðum. Lóðarhafi er Bæjartún hses., en lóðinni hefur verið skipt upp í 10 eignarhluta. Á 943. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 14. júlí sl. samþykkti bæjarráð að flytja verkefni Bæjartúns hses. yfir til Brákar hses.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samræmi við erindi Brákar hses., dags. 29. september 2022, að undirrita viðeigandi skjöl vegna aðilaskipta á lóðahlutum frá Bæjartúni til Brákar vegna þeirra fjögurra íbúða sem Brák byggir. Bæjaráð felur bæjarstjóra jafnframt að undirrita viðeigandi skjöl vegna aðilaskipta á lóðahlutum frá Bæjartúni til Hrafnshóla vegna þeirra sex íbúða sem Hrafnshólar byggja.

Á lóðinni er þinglýst yfirlýsingu um kvöð vegna stofnframlaga á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða. Bæjarráð samþykkir veðsetningu íbúða Bráker hses. vegna framkvæmdaláns og síðar langtímaláns frá HMS eða hliðstæðri stofnun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna framangreindrar heimildar um veðsetningu íbúðanna.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Breytingar í barnaverndarþjónustu

Lagður fyrir til tölvupóstur dags. 6. september frá Vestfjarðastofu þar sem vísað er í minnisblað sem sent var sveitarfélögunum í mars sl. Í minnisblaðinu eru tillögur frá félagsmálastjórum um mögulegar leiðir til samstarfs varðandi barnaverndarmálin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við önnur sveitarfélag á Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Leikskólar í Vesturbyggð - húsnæðismál

Rætt um húsnæðismál og viðbyggingu við leikskólann Araklett sem samþykkt var á 374. fundi bæjarráðs að fara í. Við vinnu við undirbúning varð ljóst að betra væri að taka inn stærra húsnæði vegna framtíðar nýtingar húsnæðisins, samþykkt hafði verið að bæta við 144 fm. húsnæði en það mun verða 162 fermetrar. Stækkun húsnæðisins mun ekki hafa áhrif á kostnað á árinu 2022.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Málsnúmer8

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Uppbygging gamalla húsa á Bíldudal

Tekin fyrir tilnefning í starfshóp um uppbyggingu gamalla húsa á Bíldudal.

Bæjarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur og Friðbjörn Steinar Ottósson í starfshópinn.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna aukins kostnaðar við snjómokstur á árinu 2022. Á 939. fundi bæjarráðs var minnisblað sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs tekið fyrir þar sem farið var yfir snjómokstur það sem af var árinu 2022. Fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáæltun 2022 svo hægt yrði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs. Við gerð viðaukans var horft til meðalkostnaðar fyrir árin tímabilið október - desember fyrir árin 2019 - 2021, jafnframt var tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar hafði orðið. Viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í viðaukanum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar eru 14,4 millj.kr. Viðaukanum er mætt með því að kostnaður vegna fjárfestingar í slökkvibifreið færst yfir á árið 2023 er því fjárfestingin tekin út. Farið var í útboð á slökkvibifreið sem tekið var fyrir og samþykkt á fundi 373. fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst sl. og kemur greiðsla vegna hans ekki til fyrr en á árinu 2023.

Viðauki 5 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður neikvæð um 57,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður jákvæð um 68,7 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 39,8 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 50,2 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukanna og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bíldudalsskóli - húsnæði

Vesturbyggð fékk Eflu verkfræðistofu til að taka út skólahúsnæði í sveitarfélaginu og voru niðurstöðurnar kynntar fyrir bæjarfulltrúum, bæjarstjóra og starfsfólki stjórnsýslu 16. september sl. Í kjölfar fundarins voru ræddar þær ráðstafanir sem að grípa þyrfti til. Í ljós kom töluverður raki og myglublettir á takmörkuðum svæðum í Bíldudalsskóla. Þau svæði sem mygla greindist á hafa ekki verið íverustaðir nemenda og hluti af þeim svæðum voru þegar lokaðar þegar rannsókn var gerð. Fundað var með skólastjóra Bíldudalsskóla og starfsfólki eftir að niðurstöður lágu fyrir. Starfsemin hefur verið flutt tímabundið í annað húsnæði og verið að vinna að því að gera aðstæðurnar viðunandi fyrir nemendur og starfsfólk. Fundur var haldinn með foreldrum og starfsfólki skólans í síðustu viku til að kynna niðurstöður og ræða næstu skref. Aðgerðaráætlun varðandi framtíðarhúsnæði skólastarfsins er í vinnslu. Bæjarráð vill þakka starfsfólki skólans og áhaldahúss, fyrir óeigingjarnt starf í þessum aðstæðum við flutninga og endurskipulagningu skólastarfs. Einnig ber að þakka foreldrum og nemendum Bíldudalsskóla fyrir skilninginn á aðstæðunum sem og eigendum þess húsnæðis sem skólastarf hefur nú hafið göngu sína í.

Niðurstöður úttektarinnar á Arakletti, Tjarnabrekku og Patreksskóla, leiddu ekki til jafn viðamikilla og brýnna aðgerða og í Bíldudalsskóla og hefur stjórnendum þeirra stofnana verið kynnt niðurstaðan. Unnið verður að úrbótum í samráði við Eflu verkfræðistofu.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

10. Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn

Lögð fram til kynningar beiðni frá nefndarsviði Alþingis dags. 30. september 2022 um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál.
Umsagnarfrestur er til 14. október 2022.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur matvælaráðuneytisins, dags. 3. október 2022, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)" ásamt fylgiskjölum.
Umsagnarfrestur er til 4. nóvember 2022.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 3. október 2022, þar sem frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, 144. mál er sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 17. október 2022.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar 29.09 2022

Lögð fram til kynningar fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem haldinn var 29. september sl.ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar til vinnu við fjárhagsáætlun 2023.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fundargerð nr. 913 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Lögð fyrir til kynningar fundargerð 923. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15