Hoppa yfir valmynd

Járnhóll. Erindi vegna aðstöðu undir brotajárn o.fl.

Málsnúmer 2204023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. apríl 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gísla Matthíassyni dags. 11. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir að fá leigt svæði við Járnhól á Bíldudal til móttöku og flokkunar á brotamálmum. Stærð svæðis er um 1500 m2.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leiga út svæði til móttöku og flokkunar á brotamálmum við Járnhól á sama svæði og Gísli Matthíasson hefur nýtt undanfarin ár. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa falið að leggja fram drög að leigusamningi á næsta fundi ráðsins.

Lögð er áhersla á að innri helmingur svæðisins verði tæmdur af brotamálmum fyrir 1. júlí 2022 en sá hluti svæðisins er ætlaður undir almenna sorpmóttöku og flokkun á Bíldudal.
20. apríl 2022 – Bæjarstjórn

Erindi frá Gísla Matthíassyni dags. 11. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir að fá leigt svæði við Járnhól á Bíldudal til móttöku og flokkunar á brotamálmum. Stærð svæðis er um 1500 m2.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 94. fundi sínum að samþykkt yrði að leiga út svæði til móttöku og flokkunar á brotamálmum við Járnhól á sama svæði og Gísli Matthíasson hefur nýtt undanfarin ár. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa falið að leggja fram drög að leigusamningi á næsta fundi ráðsins.

Þá lagði ráðið áherslu á að innri helmingur svæðisins verði tæmdur af brotamálmum fyrir 1. júlí 2022 en sá hluti svæðisins er ætlaður undir almenna sorpmóttöku og flokkun á Bíldudal.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um útleigu á svæðinu.