Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #94

Fundur haldinn í fjarfundi, 12. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Kristján Finnbogason (KF) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Járnhóll, Bíldudal. Deiliskipulagsbreyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember til 13. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun og Vegagerðinni. Haldinn var fundur með Vegagerðinni varðandi umsögn þeirra þann 11. janúar 2022 og voru eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.
1. Mön neðan svæðis og við Bíldudalsveg felld út vegna mögulegrar snjósöfnunar sem geta af henni skapast.
2. Göngustígur meðfram þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis Bíldudalsvegar felldur út.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Málsnúmer 2110022 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Hóll, Bíldudal. Deiliskipulag Íbúabyggðar.

    Tekin fyrir vinnslutillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Hóls við Bíldudal. Skipulagslýsing fyrir verkefnið var auglýst með athugasemdafresti til 13. desember 2021. Fyrir liggja umsagnir við lýsinguna frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands.

    Í deiliskipulaginu eru skilgreindar 56 íbúðir, 24 einbýli, 6 parhús, 4 raðhúsum og einu fjölbýli fyrir 6 íbúðir. Gert er ráð fyrir blágrænum ofanvatnslausnum á bæjarlandi en innan lóða er lagt til leysa ofanvatn af þökum eins og hægt er.

    Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í vinnslutillöguna en fram þarf að fara fornleifaskráning á svæðinu sem mögulega getur haft áhrif á tillögugerðina.

      Málsnúmer 2110023 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

      Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

      Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.

      Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka.

        Málsnúmer 2204024 6

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

        Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánlækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

        Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.

          Málsnúmer 2111029 9

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

          Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breyting á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

          Skipulags- og umhverfisráð bendir á að aðlaga þarf nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og leggur til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt með fyrrgreindum breytingum og afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Málsnúmer 2104031 9

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Sæból. Umsókn um stækkun lóðar.

            Erindi frá Valdimar Gunnarssyni dags. 7. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð Sæbóls á Bíldudal. Sótt er um stækkun sem nemur um 165m2. Stækkunin er í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á húsinu.

            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stækkun lóðarinnar verði samþykkt.

              Málsnúmer 2204018 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Dalbraut 24 - Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

              Erindi frá Pilot ehf. og Byltu ehf. dags. 6. og 10. apríl 2022. Í erindunum er sótt um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Dalbraut 24 á Bíldudal í tengslum við gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið.

              Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og lóðarleigusamningurinn endurnýjaður.

                Málsnúmer 2204022 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Járnhóll. Erindi vegna aðstöðu undir brotajárn o.fl.

                Erindi frá Gísla Matthíassyni dags. 11. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir að fá leigt svæði við Járnhól á Bíldudal til móttöku og flokkunar á brotamálmum. Stærð svæðis er um 1500 m2.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að leiga út svæði til móttöku og flokkunar á brotamálmum við Járnhól á sama svæði og Gísli Matthíasson hefur nýtt undanfarin ár. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa falið að leggja fram drög að leigusamningi á næsta fundi ráðsins.

                Lögð er áhersla á að innri helmingur svæðisins verði tæmdur af brotamálmum fyrir 1. júlí 2022 en sá hluti svæðisins er ætlaður undir almenna sorpmóttöku og flokkun á Bíldudal.

                  Málsnúmer 2204023 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Breiðilækur. Umsókn um byggingaráform, viðbygging.

                  Erindi frá Félagsbúinu Breiðalæk ehf, dags. 7. apríl 2022. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma vegna viðbyggingar við mjólkurhús á Breiðalæk. Fyrirhugað er að framleiða mjólkurvörur í húsinu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af BK-HÖNNUN, dags. 29. mars 2022.

                  Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins sjálfs.

                    Málsnúmer 2204017

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Aðalstræti 72. Fyrirspurn vegna aðkomu.

                    Erindi frá Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og Grím B. Grétarssyni dags. 2. janúar 2022. Í erindinu spurt fyrir um hvernig aðgengi að Aðalstræti 72 hafi verið hugsað fyrir slökkvi- og sjúkrabíla þegar gatan var hækkuð og hvort til séu uppdrættir sem sýna hvernig leysa megi aðkomu og bílastæðismál. Þá er einnig óskað eftir afstöðu Vesturbyggðar til mögulegrar innkeyrslu sem sýnd er í erindinu.

                    Skipulags- og umhverfisráð hefur ekki upplýsingar um hvernig aðgengismál að húsinu voru hugsuð þegar götunni var breytt á sínum tíma og þá upplýsti Byggingarfulltrúi að ekki hafi fundist neinir uppdrættir er sýna aðgengismál að húsinu.

                    Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áform húseigenda að Aðalstræti 72 varðandi nýja aðkomu að húsinu, gæta skal við framkvæmd að tenging við Aðalstræti sé sem næst 90°.

                      Málsnúmer 2204010

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Til kynningar

                      11. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

                      Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.

                      Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður var samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.

                      Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og hvetur skipulags- og umhverfisráð íbúa, hagsmunaaðila og aðra áhugasama til að kynna sér skipulagið.

                        Málsnúmer 2203081 12

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20