Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #370

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. apríl 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varamaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) staðgengill bæjarstjóra

Fundargerð ritaði
  • Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 370. fundar miðvikudaginn 20. apríl kl. 17:00. Fundurinn fór fram í Brellum, fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Patreksfirði. Iða Marsibil Jóns setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Magnús Jónsson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Guðrún Eggertsdóttir. Jón Árnason boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Jörundur Garðarsson. María Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Davíð Valgeirsson. Ásgeir Sveinsson boðaði forföll í hans stað situr fundinn Valdimar Bernódus Ottósson.

Almenn erindi

1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2021

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu. Bæjarfulltrúar hafa fengið kynningu á niðurstöðum ársins 2021 ásamt endurskoðunarskýrslu frá endurskoðanda sveitarfélagins Sigurjóni Arnarsyni.

Til máls tóku: forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2021 til seinni umræðu.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Samþykktir um stjórn Vesturbyggðar - endurskoðun

Lagðar fram til seinni umræðu samþykktir um stjórn Vesturbyggðar sem kynntar voru á heimasíðu sveitarfélagsins 17. - 25. mars sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust um drögin.

Gildistaka ákvæðis um heimastjórnir og framkvæmd íbúakosninga skv.sveitarstjórnarlögum tekur gildi 1. október 2022 eða þegar kosið hefur verið í heimastjórnir í Vesturbyggð skv. 36. gr. og öðlast þá gildi 48. gr. og viðauki I við samþykktina. Fram að því mun 47. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingum um fastanefndir Vesturbyggðar gilda.
Til máls tóku : Forseti, GBS

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða endurskoðaðar samþykktir um stjórn Vesturbyggðar.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Vesturbyggð hefur rýnt frumathugun ásamt kostnaðaráætlun og er nú með til vinnslu sérfræðiálit á grundvelli 66.gr. sveitarstjórnarlaga til að leggja mat á getu sveitarfélagsins til að halda áfram með viðbótarrými í tengslum við endurnýjun hjúkrunarrýma við heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Starfshópur um verkefnið fundaði á dögunum með fulltrúa Heilbrigðisráðuneytis um verkefnið og var niðurstaðan sú að Vesturbyggð sendi erindi til Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna þar sem óskað yrði eftir því að fallið yrði frá hugmyndum um hönnunarsamkeppni við endurskipulagningu og stækkun hjúkrunarheimilis og frekar yrði hoft til þess að bjóða út hönnunina og framkvæmdina með það að markmiði að framkvæmdin yrði kostnaðarmiðuð og góð nýting náist út úr þeim fermetrum sem bæta þarf við núverandi húsnæði.

Vesturbyggð óskaði jafnframt eftir því í sama erindi að fá að endurskoða þann fermetrafjölda í viðbótarrými sem hugsaður er fyrir félagsstarf aldraðra.

Til máls tóku: Forseti, ÞSÓ.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Upplýsingaröryggisstefna Vesturbyggðar -Persónuvernd- uppfærð 04.02.2022

Lögð fram uppfærð upplýsingaöryggisstefna Vesturbyggðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Til máls tók forseti

Bæjarstjórn staðfestir stefnuna samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Járnhóll, Bíldudal. Deiliskipulagsbreyting.

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 1. nóvember til 13. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands, Minjastofnun og Vegagerðinni. Haldinn var fundur með Vegagerðinni varðandi umsögn þeirra þann 11. janúar 2022 og voru eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.
1. Mön neðan svæðis og við Bíldudalsveg felld út vegna mögulegrar snjósöfnunar sem geta af henni skapast.
2. Göngustígur meðfram þjóðvegi og innan veghelgunarsvæðis Bíldudalsvegar felldur út.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 94. fundi sínum:

"Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka."

Á 39. fundi hafna- og atvinnumálaráðs samþykkti ráðið tillöguna m.v. athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs og lagði til við bæjarstjórn að heimiluð yrði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 og að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: Forseti,GE,FM

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Sæból. Umsókn um stækkun lóðar.

Erindi frá Valdimar Gunnarssyni dags. 7. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir stækkun á lóð Sæbóls á Bíldudal. Sótt er um stækkun sem nemur um 165m2. Stækkunin er í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á húsinu.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Dalbraut 24 - Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Erindi frá Pilot ehf. og Byltu ehf. dags. 6. og 10. apríl 2022. Í erindunum er sótt um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Dalbraut 24 á Bíldudal í tengslum við gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun lóðarleigusamningsins.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Járnhóll. Erindi vegna aðstöðu undir brotajárn o.fl.

Erindi frá Gísla Matthíassyni dags. 11. apríl 2022. Í erindinu er óskað eftir að fá leigt svæði við Járnhól á Bíldudal til móttöku og flokkunar á brotamálmum. Stærð svæðis er um 1500 m2.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 94. fundi sínum að samþykkt yrði að leiga út svæði til móttöku og flokkunar á brotamálmum við Járnhól á sama svæði og Gísli Matthíasson hefur nýtt undanfarin ár. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa falið að leggja fram drög að leigusamningi á næsta fundi ráðsins.

Þá lagði ráðið áherslu á að innri helmingur svæðisins verði tæmdur af brotamálmum fyrir 1. júlí 2022 en sá hluti svæðisins er ætlaður undir almenna sorpmóttöku og flokkun á Bíldudal.

til máls tók forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs um útleigu á svæðinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánslækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 94. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt og þá lagði hafna- og atvinnumálaráð til á 39. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt.

til máls tók forseti

Bæjastjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal

Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breytingu á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.

Skipulags- og umhverfisráð bókað um málið á 94. fundi sínum að aðlaga þyrfti nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Þá samþykkti Skipulags- og umhverfisráð ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og lagði til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er. Á 39. Fundi hafna- og atvinnumálaráðs samþykkti ráðið tillögur skipulags- og umhverfisráðs að breytingum.

til máls tók forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna m.v. athugasemdir ráðanna og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málsnúmer9

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til kynningar

12. Bæjarráð - 938

Lögð fram til kynningar fundargerð 938. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 29. mars 2022. Fundargerðin er í 24 liðum.

Til máls tók forseti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Bæjarráð - 939

Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. apríl 2022. Fundargerðin er í 9 liðum.

Til máls tóku: forseti,GE,ÞSÓ

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Skipulags og umhverfisráð - 94

Lögð fram til kynningar fundargerð 94. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 12. apríl 2022. Fundargerðin er í 11 liðum.

Til máls tók forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Menningar- og ferðamálaráð - 21

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 12. apríl 2022. Fundargerðin er í 3 liðum.

Til máls tók forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

16.

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 13. apríl 2022. Fundargerðin er í 7 liðum.

Til máls tók forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:39