Hoppa yfir valmynd

Aðalstræti 124A. Umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 2209053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. nóvember 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Friðriki Ólafssyni, dags 09.11.2022. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir byggingaráformum vegna 247 m2 íbúðarhúss að Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Erindinu fylgja uppdrættir, útlits- og afstöðumyndir unnar af TRÍPÓLÍ ARKITEKTUM ehf, dags. 8.11.2022.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eigendum fasteignanna að Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A.
11. janúar 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Aðalstræti 124A, Patreksfirði. Áformað er að reisa 247 m2 íbúðarhús á lóðinni.

Áformin voru grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Aðalstræti 122, 122A, 124, 126 og 126A frá 16. nóvember 2022 til 16. desember 2022.

Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum, athugasemdirnar hafa ekki áhrif á byggingaráformin. Byggingarfulltrúa falið að svara athugasemdum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin.