Hoppa yfir valmynd

Járnhóll 8. Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2302065

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Landsneti hf. dags. Í erindinu er sótt um lóðina byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.

Lóðin er 1333 m2 og er skilgreind sem iðnaðarlóð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.




26. apríl 2023 – Bæjarstjórn

Lagt fyrir erindi frá Landsneti hf. dags. 21. mars 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.

Erindið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem ráðið lagði til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar en vakti jafnframt athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið en telur ekki forsendur til að samþykkja úthlutun lóðarinnar að svo stöddu. Bæjarstjórn frestar ákvörðun málsins og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við umsækjanda vegna veglagningar að lóðinni sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.




18. október 2023 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn Landsnets, dags. 21.03.2023 um byggingarlóðina að Járnhól 8 þar sem félagið áformar að byggja nýtt tengivirki í tengslum við tvöföldun vesturlínu. Erindið var tekið fyrir og frestað á 382. fundi bæjarstjórnar þann 26.04.2023, á þeim fundi var bæjarstjóra falið að setja sig í samband við umsækjanda vegna veglagningar að lóðinni sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Nú er umsóknin lögð fyrir að nýju ásamt ósk Landsnets um bráðabirgðatengingu við Bíldudalsveg nr.62. Erindinu fylgir samþykki Vegagerðarinnar dags. 15.05.2023 ásamt afstöðumynd unna af Eflu, dags. 09.10.2023.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun Járnhóls 8 til Landsnets hf.