Málsnúmer 2302065
11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð
Erindi frá Landsneti hf. dags. Í erindinu er sótt um lóðina byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.
Lóðin er 1333 m2 og er skilgreind sem iðnaðarlóð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt en vekur athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.
26. apríl 2023 – Bæjarstjórn
Lagt fyrir erindi frá Landsneti hf. dags. 21. mars 2023. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Járnhól 8, Bíldudal. Sótt er um lóðina til byggingar tengivirkis Landsnets.
Erindið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs þar sem ráðið lagði til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar en vakti jafnframt athygli bæjarstjórnar á því að klára þarf veglagningu að lóðinni skv. deiliskipulagi.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið en telur ekki forsendur til að samþykkja úthlutun lóðarinnar að svo stöddu. Bæjarstjórn frestar ákvörðun málsins og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við umsækjanda vegna veglagningar að lóðinni sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
18. október 2023 – Bæjarstjórn
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun Járnhóls 8 til Landsnets hf.