Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 18. október 2023 og hófst hann kl. 17:00
Nefndarmenn
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Jón Árnason forseti bæjarstjórnar
Almenn erindi
1. Skýrsla bæjarstjóra
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
2. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar
Lagður fyrir til afgreiðslu, viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn var tekinn fyrir 970 fundir bæjarráðs þar sem honum var vísað áfram til afgreiðslu í bæjarstjórn. Viðaukinn er lagður fyrir vegna breytinga á fjárfestingum ársins 2023, bæði þar sem vantar auknar heimildir og eins vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2024. Fjárfestingar í eignasjóði eru hækkaðar um 39,2 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 18 m.kr., fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 6,5 m.kr. og fjárfestingar í Fasteignum Vesturbyggðar eru lækkaðar um 1,4 milljónir króna. Handbært fé er lækkað um 13,3 m.kr. Viðauki 4 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 39,2 m.kr og verður 9,8 m.kr. Handbært fé í A og B hluta lækkar um 13,9 m.kr. og verður 54 m.kr.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.
3. Velferðaþjónusta á Vestfjörðum
Lagður fram til annarar umræðu viðauki við samning um velferðaþjónsutu á Vestfjörðum vegna aðildar Strandabyggðar að samningnum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir viðaukann við velferðaþjónstu á Vestfjörðum.
4. Viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar
Lagður fyrir í annarri umræðu viðauki við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar vegna fullnaðarafgreiðsluheimildar starfsfólks Ísafjarðabæjar í tengslum við samstarf um velferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka við samþykkt um stjórn Vesturbyggðar og felur bæjarstjóra að senda í B-deild stjórnartíðinda.
5. Járnhóll 8. Umsókn um lóð.
Tekin fyrir umsókn Landsnets, dags. 21.03.2023 um byggingarlóðina að Járnhól 8 þar sem félagið áformar að byggja nýtt tengivirki í tengslum við tvöföldun vesturlínu. Erindið var tekið fyrir og frestað á 382. fundi bæjarstjórnar þann 26.04.2023, á þeim fundi var bæjarstjóra falið að setja sig í samband við umsækjanda vegna veglagningar að lóðinni sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Nú er umsóknin lögð fyrir að nýju ásamt ósk Landsnets um bráðabirgðatengingu við Bíldudalsveg nr.62. Erindinu fylgir samþykki Vegagerðarinnar dags. 15.05.2023 ásamt afstöðumynd unna af Eflu, dags. 09.10.2023.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun Járnhóls 8 til Landsnets hf.
6. Þúfneyri. Umsókn um lóð undir spennistöð.
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf, dags. 22. september 2023. Í erindinu er óskað eftir lóð undir spennistöð við Þúfneyri í Patreksfirði. Spennistöðin er ætluð til landtengingar fóðurpramma fyrir laxeldi.
Erindinu fylgir mæliblað frá Orkubúi Vestfjarða ohf. er sýnir ósk um staðsetningu.
Skipulags- og umhverfisráð bókað eftirfarandi á 110. fundi sínum þann 11. október 2023:
Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum um landtengingu fóðurpramma í Patreksfirði. Í ljósi þess að Þúfneyri er skilgreind sem útivistarsvæði í aðalskipulagi Vesturbyggðar leggur ráðið til að Orkubúi Vestfjarða ohf. verði úthlutuð lóð á hentugri stað utantil á eyrinni m.t.t. nýtingar á svæðinu. Sjá tillögu ráðsins í fylgiskjölum.
Endanleg staðsetning og lagnaleið skal ákveðin í samráði við sveitarfélagið og þá skal halda raski í lágmarki og vanda frágang eins og kostur er.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóð til Orkubús Vestfjarða ohf. í samræmi við tillögu skipulags- og umhverfisráðs.
7. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúðarlóðum við Þórsgötu neðan við Mýrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Skipulags- og umhverfisráð og hafna- og atvinnumálaráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Vesturbotn - deiliskipulag
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag fyrir Vesturbotn. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 21. september 2023. Engar athugasemdir bárust frá íbúum á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Skógræktinni. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna ásamt samantekt umsagna og viðbragða við þeim.
Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 110. fundi sínum þar sem það lagði til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðir til kynningar
9. Bæjarráð - 968
Lögð fram til kynningar fundargerð 968. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 12. september 2023. Fundargerð er í 19 liðum.
Til máls tók: Forseti.
10. Bæjarráð - 969
Lögð fram til kynningar fundargerð 969. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 26. september 2023. Fundargerð er í 8 liðum.
Til máls tók: Forseti.
11. Bæjarráð - 970
Lögð fram til kynningar fundargerð 970. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 10. október 2023. Fundargerð er í 17 liðum.
Til máls tók: Forseti.
12. Skipulags og umhverfisráð - 110
Lögð fram til kynningar fundargerð 110. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 11. október 2023. Fundargerð er í 5 liðum.
Til máls tók: Forseti.
13. Velferðarráð - 48
Lögð fram til kynningar fundargerð 48. fundar velferðaráðs, fundurinn var haldinn 14. september 2023. Fundargerð er í 4 liðum.
Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.
14. Fræðslu- og æskulýðsráð - 88
Lögð fram til kynningar fundargerð 88. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 11. september 2023. Fundargerð er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:29
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 387. fundar miðvikudaginn 18. október 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.