Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

Málsnúmer 2303038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. maí 2023 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Fræðslu- og æskulýðsráð fór og skoðaði húsnæðið sem Bíldudalsskóli hefur til umráða nú þegar ekki er hægt að vera í sjálfu skólahúsnæðinu.
28. nóvember 2023 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga að hlutverki og skipun starfshóps vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal.

Lagt er til að skipaður verði starfshópur vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal og leik- og grunnskólalóðar og að starfshópurinn starfi sem byggingarnefnd vegna framkvæmdanna. Bygging 1. áfanga leik- og grunnskólans á Bíldudal skal framkvæmd á árunum 2024-2025 og frágangur lóðar skal skipt upp í áfanga á árunum 2025-2028.

Í starfshópnum sitja 5 fulltrúar, skipaðir af bæjarráði. Lagt er til að forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri, verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og skólastjóri Bíldudalsskóla séu skipuð í starfshópinn. Bæjarfulltrúi fær greitt fyrir setu í hópnum, seta í hópnum fyrir starfsmenn er hluti af þeirra störfum.

Lagt er til að forseti bæjarstjórnar verði formaður nefndarinnar og verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ritari og starfsmaður. Ritari nefndarinnar ritar fundargerði og sendir bæjarráði til kynningar.

Samþykkt samhljóða.