Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #973

Fundur haldinn í fjarfundi, 28. nóvember 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2024 og 3 ára áætlun 2025-2027.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2024 ásamt 3 ára áætlun 2025-2027 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 13. desember nk.

    Málsnúmer 2306021 11

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár

    Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024 ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs.

    Bæjarráð vísar gjaldskrám Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

      Málsnúmer 2311039 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar

      Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

      Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði hafnarstjóra. Viðaukinn er lagður fyrir vegna seinkunar á afgreiðslu samgönguáætlunar og óvissu með mótframlag úr hafnabótasjóði. Lagt til að fjármagn sem ætlað var vegna efniskaupa í viðlegukantinn á Bíldudal verði heldur nýtt á árinu 2023 til efniskaupa fyrir nýja flotbryggju á Patreksfirði ásamt viðlegufingrum fyrir flotbryggjuna á Bíldudal.

      Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.

      Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

        Málsnúmer 2302026 10

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur

        Lögð fram tillaga að hlutverki og skipun starfshóps vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal.

        Lagt er til að skipaður verði starfshópur vegna byggingar leik- og grunnskóla á Bíldudal og leik- og grunnskólalóðar og að starfshópurinn starfi sem byggingarnefnd vegna framkvæmdanna. Bygging 1. áfanga leik- og grunnskólans á Bíldudal skal framkvæmd á árunum 2024-2025 og frágangur lóðar skal skipt upp í áfanga á árunum 2025-2028.

        Í starfshópnum sitja 5 fulltrúar, skipaðir af bæjarráði. Lagt er til að forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri, verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og skólastjóri Bíldudalsskóla séu skipuð í starfshópinn. Bæjarfulltrúi fær greitt fyrir setu í hópnum, seta í hópnum fyrir starfsmenn er hluti af þeirra störfum.

        Lagt er til að forseti bæjarstjórnar verði formaður nefndarinnar og verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ritari og starfsmaður. Ritari nefndarinnar ritar fundargerði og sendir bæjarráði til kynningar.

        Samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 2303038 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði

          Lögð fyrir drög að uppfærðum samningi milli Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Vesturbyggðar vegna framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði. Samningurinn er dags. 12.10.2023.

          Bæjarráð samþykkir uppfærðan samning milli Fjölbrautaskola Snæfellinga, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

            Málsnúmer 2212024 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Ósk um að uppgjör BsVest verði miðað við áramót 2023-2024

            Lagður fram tölvupóstur frá BsVest dags.23. nóvember sl. með ósk um að uppgjör BsVest verði miðað við áramótin 2023/2024.

            Bæjarráð Vesturbyggðar er samþykkt því að uppgjör BsVest verði miðað við áramótin 2023/2024.

              Málsnúmer 2311067

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Mál nr. 478 um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

              Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 16. nóvember sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

                Málsnúmer 2311052

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Til samráðs - Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 5402020 um fiskeldi

                Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 14. nóvember sl. með ósk um umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi.

                  Málsnúmer 2311044

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg.

                  Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 24. nóvember sl. með ósk um umsögn um sjávarútvegsstefnu og frumvarp til laga um sjávarútveg.

                    Málsnúmer 2311068 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 468 um frumvarp til laga um skatta og gjöld ( gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).

                    Lagður fram tölvupóstur frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dags. 17. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).

                      Málsnúmer 2311057

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Til samráðs - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks

                      Lagður fram tölvupóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dags. 10. nóvember sl. með ósk um umsögn um grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks.

                        Málsnúmer 2311038 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til samráðs - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816-2011 um hafnarríkiseftirlit

                        Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 14. nóvember sl. með ósk um umsögn um reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011 um hafnarríkiseftirlit.

                          Málsnúmer 2311045

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Mál nr. 497 um frumvarp til laga breytingu á barnaverndarlögum, nr.80-2022, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40-1991 (reglugerðarheimildir).

                          Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 24. nóvember sl. með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).

                            Málsnúmer 2311069

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Til samráðs - Skilgreining á opinberri grunnþjónustu

                            Lagður fram tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu dags. 21. nóvember sl. með ók um umsögn um skilgreiningu á á opinberri grunnþjónustu.

                              Málsnúmer 2311060

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Til samráðs - Útlendingalög (alþjóðleg vernd)

                              Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinun dags. 17. nóvember sl. með ósk um umsögn um útlendingalög ( alþjóðleg vernd).

                                Málsnúmer 2311056

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða

                                Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Jafnréttisstofu dags. 13. nóvember sl. með ábendingu til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða.

                                  Málsnúmer 2311043 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  17. Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

                                  Lagður fram tölvupóstur frá Tálknafjarðarhrepp dags. 15. nóvember sl. þar sem upplýst er um skipan fulltrúa Tálknafjarðarhrepps í undirbúningsstjórn.

                                    Málsnúmer 2302039 9

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    18. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

                                    Lögð fram til kynnningar 937. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                                      Málsnúmer 2301036 13

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      19. Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur

                                      Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. nóvember sl. til upplýsinga varðandi Grindavík.

                                        Málsnúmer 2311058

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45