Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal

Málsnúmer 2303045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Búbíl ehf, ódags. Fyrirspurnin er þess efnis hvort að heimild fáist fyrir afnot að svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal. Hugmyndin er að staðsetja átta stakstæð hús sem hugsuð eru til útleigu fyrir ferðamenn. Erindinu fylgir yfirlitsmynd er sýnir hugmyndina.

Svæðið er í dag skilgreint skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem íbúðarsvæði ÍB16. Svæðið liggur á skilgreindu hættusvæði B skv. ofanflóðahættumati.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en vekur athygli umsækjenda á að áformin eru háð aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagningu svæðisins. Þá eru einnig lóðamörk aðliggjandi lóða nokkuð á reiki á svæðinu og felur skipulags- og umhverfisráð byggingarfulltrúa að staðfesta rétt lóðarmörk.

Skipulags- og umhverfisráð vísar fyrirspurninni áfram til bæjarráðs með vísan til 3.mgr 5.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða.
24. apríl 2023 – Bæjarráð

Fyrirspurn frá Búbíl ehf, ódags. Fyrirspurnin er þess efnis hvort að heimild fáist fyrir afnot að svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal. Hugmyndin er að staðsetja átta stakstæð hús sem hugsuð eru til útleigu fyrir ferðamenn. Erindinu fylgir yfirlitsmynd er sýnir hugmyndina.

Svæðið er í dag skilgreint skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem íbúðarsvæði ÍB16. Svæðið liggur á skilgreindu hættusvæði B skv. ofanflóðahættumati.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 105. fundi sínum og tók jákvætt í erindið en vakti athygli umsækjenda á að áformin eru háð aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagningu svæðisins. Þá eru einnig lóðamörk aðliggjandi lóða nokkuð á reiki á svæðinu og fól ráðið byggingarfulltrúa að staðfesta rétt lóðarmörk.

Skipulags- og umhverfisráð vísaði erindinu áfram til bæjarráðs með vísan til 3.mgr 5.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða. (afþví að lóðirnar eru ekki auglýstar og hvort það væri vilji til að gera samning um svæðið hjá bæjarráði)

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
29. ágúst 2023 – Bæjarráð

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur byggingarfulltrúa að auglýsa lóðirnar í samræmi við 2. gr. reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða. Þegar umsóknir berast um lóðirnar skal farið með þær í samræmi við 1. gr. reglnanna og endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.