Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #960

Fundur haldinn í fjarfundi, 24. apríl 2023 og hófst hann kl. 15:30

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Ársreikningur 2022

Lögð fram drög að ársreikningi Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2022.

Bæjarráð vísar ársreikningi 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    Málsnúmer 2301013 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Stefnumótun lagareldis - boð til samráðs

    Lagður er fram tölvupóstur matvælaráðuneytsins, dags. 5. apríl 2023, þar sem Vesturbyggð er boðin þátttaka í samráði vegna stefnumótunar lagareldis.

    Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar erindið og þiggur boð um að taka þátt í samráðsferlinu. Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.

      Málsnúmer 2304014

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Styrktarsjóður EBÍ 2023

      Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 04. apríl 2023, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2023. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum.

      Bæjarstjóra falið að undirbúa umsókn um styrk.

        Málsnúmer 2304026

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hóll - Golfskáli, umsókn um samþykki byggingaráforma.

        Erindi frá Golfklúbbi Bíldudals, dags. 27. mars 2023. Í erindinu er sótt um heimild til viðbyggingar við húsnæði Golfklúbbsins að Hóli í Bíldudal. Áformað er að breyta þakformi og byggja við húsið geymslu fyrir golfbíla og kerrur.

        Erindinu fylgja teikningar er sýna áformin.

        Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 105. fundi sínum þar sem það samþykkir áformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

        Bæjarráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti sem landeigandi.

          Málsnúmer 2303061 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Fyrirspurn - Svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal

          Fyrirspurn frá Búbíl ehf, ódags. Fyrirspurnin er þess efnis hvort að heimild fáist fyrir afnot að svæði yst við Tjarnarbraut og Lönguhlíð á Bíldudal. Hugmyndin er að staðsetja átta stakstæð hús sem hugsuð eru til útleigu fyrir ferðamenn. Erindinu fylgir yfirlitsmynd er sýnir hugmyndina.

          Svæðið er í dag skilgreint skv. aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 sem íbúðarsvæði ÍB16. Svæðið liggur á skilgreindu hættusvæði B skv. ofanflóðahættumati.

          Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 105. fundi sínum og tók jákvætt í erindið en vakti athygli umsækjenda á að áformin eru háð aðalskipulagsbreytingu sem og deiliskipulagningu svæðisins. Þá eru einnig lóðamörk aðliggjandi lóða nokkuð á reiki á svæðinu og fól ráðið byggingarfulltrúa að staðfesta rétt lóðarmörk.

          Skipulags- og umhverfisráð vísaði erindinu áfram til bæjarráðs með vísan til 3.mgr 5.gr reglna Vesturbyggðar um úthlutun lóða. (afþví að lóðirnar eru ekki auglýstar og hvort það væri vilji til að gera samning um svæðið hjá bæjarráði)

          Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

            Málsnúmer 2303045 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Akstur utan vegar á Þúfneyri

            Lagt er fram erindi Úlfars Thoroddsen, dags. 3. mars 2023, þar sem gerðar eru athugasemdir við akstur utan vegar á Þúfneyri.

            Málið var tekið fyrir á 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Á fundinum var lagt til við bæjarráð að afmarkað yrði bílastæði á eyrinni.

            Bæjarráð óskar eftir því að sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs vinni kostnaðarmat og leggi fram við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

              Málsnúmer 2303011 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              7. Mál nr. 861 um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða). Ósk um umsögn.

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 31. mars sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða).

                Málsnúmer 2304023

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Mál nr. 80 um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26-1994 (gæludýrahald). Ósk um umsögn.

                Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Velferðarnefnd Alþingis dags. 28. mars sl. með beiðni um umsögn um frumvarp til breytingar á lögum um fjöleignahús ( gæludýrahald).

                  Málsnúmer 2303057

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 915 um tillögu til þingályktunar um matvælastefnu til ársins 2040

                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 28. mars sl.
                  með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.

                    Málsnúmer 2304022

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Mál nr. 914 um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Ósk um umsögn.

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis dags. 31. mars sl. með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040.

                      Málsnúmer 2304021

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Umhverfisstofnun reglubundið eftirlit ný gjaldskrá

                      Lagt fram til kynningar breytingu á boðun reglubundins eftirlits Umhverfisstofnunar ásamt nýrri gjaldskrá.

                      Einnig er lögð fram kynningar nýr gagnagrunnur stofnunarinnar um mengaðan jarðveg. Skjalið verður kynnt í reglubundnum eftirlitum ársins.

                        Málsnúmer 2304028

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarðar 2023

                        Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir 141. og 142. fundar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldnir voru 1. mars og 4. apríl 2023.

                          Málsnúmer 2303033

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

                          Lögð fram til kynningar 921., 922., 923. og 924. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                            Málsnúmer 2301036 13

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Tillaga kjörnefndar á fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga

                            Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23. mars sl. þar sem kynntar eru tillögur kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins.

                              Málsnúmer 2303055

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Eftirlitsskýrslur vatnsveita Bíldudal 2023

                              Lögð fram til kynningar niðurstaða eftirlitsskýrslu vegna vatnsveitu Bíldudals 20. mars 2023. Niðurstaða sýnatöku sýna að vatnið stenst gæðakröfu skv. 536/2001.

                                Málsnúmer 2303053

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                16. Grenjavinnsla 2023

                                Lögð fram til kynningar auglýsing þar sem auglýst er eftir aðilum til grejaleitar og grenjavinnslu í Vesturbyggð.

                                Umsóknarfrestur er til 2 maí. 2023

                                  Málsnúmer 2304032 2

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40