Hoppa yfir valmynd

Hafnarteigur 4, girðingar umhverfis athafnasvæði Ískalks

Málsnúmer 2303048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu hf. dags. 24.03.2023. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir 180cm timburgirðingu milli mhl02 og mhl05 að Hafnarteig 4, Bíldudal.

Erindinu fylgir teikning, unnin af Friðriki Ólafssyni er sýnir girðinguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.




18. apríl 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tryggvi Baldur Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu hf. dags. 24.03.2023. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir 180cm timburgirðingu milli mhl02 og mhl05 að Hafnarteig 4, Bíldudal.

Erindinu fylgir teikning, unnin af Friðriki Ólafssyni er sýnir girðinguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin og felur hafnarstjóra að ræða við umsækjenda um útfærslu girðingarinnar í tengslum við siglingaverndarsvæði.

Tryggvi Baldur Bjarnason kom aftur inn á fundinn.