Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð - Hafnarteigur 4a og Strandgata 14E

Málsnúmer 2303051

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnarlax ehf. dags. 23.03.2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Hafnarteig 4A og Strandgötu 14E til byggingar um 2000m2 þjónustuhúss.

Lóðin að Strandgötu 14E er laus til umsóknar, lóðin að Hafnarteig 4A er hluti af svæði sem samið var um við Íslenska Kalkþörungafélagið með Verksmiðjubyggingarsvæðissamningi árið 2006. Í þeim samningi tók Vesturbyggð frá viðbótarlandssvæði fyrir stækkun verksmiðjunnar sem er í dag Hafnrteigur 4A.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að erindinu verði hafnað.




18. apríl 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Arnarlax ehf. dags. 23.03.2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Hafnarteig 4A og Strandgötu 14E til byggingar um 2000m2 þjónustuhúss.

Lóðin að Strandgötu 14E er laus til umsóknar, lóðin að Hafnarteig 4A er hluti af svæði sem samið var um við Íslenska Kalkþörungafélagið með Verksmiðjubyggingarsvæðissamningi árið 2006. Í þeim samningi tók Vesturbyggð frá viðbótarlandssvæði fyrir stækkun verksmiðjunnar sem er í dag Hafnarteigur 4A.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að erindinu yrði hafnað.

Hafna- og atvinnumálaráð hafnar lóðarumsókninni.

Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson komu aftur inn á fundinn.