Hoppa yfir valmynd

Hóll - Golfskáli, umsókn um samþykki byggingaráforma.

Málsnúmer 2303061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Golfklúbbi Bíldudals, dags. 27. mars 2023. Í erindinu er sótt um heimild til viðbyggingar við húsnæði Golfklúbbsins að Hóli í Bíldudal. Áformað er að breyta þakformi og byggja við húsið geymslu fyrir golfbíla og kerrur.

Erindinu fylgja teikningar er sýna áformin.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.




24. apríl 2023 – Bæjarráð

Erindi frá Golfklúbbi Bíldudals, dags. 27. mars 2023. Í erindinu er sótt um heimild til viðbyggingar við húsnæði Golfklúbbsins að Hóli í Bíldudal. Áformað er að breyta þakformi og byggja við húsið geymslu fyrir golfbíla og kerrur.

Erindinu fylgja teikningar er sýna áformin.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 105. fundi sínum þar sem það samþykkir áformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem þau varða ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.

Bæjarráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti sem landeigandi.