Hoppa yfir valmynd

Strandgata 10-12. Ósk um breytingu á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits.

Málsnúmer 2304013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. apríl 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal.

Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu vísað áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
18. apríl 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 105. fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal dags. 5.4.2023.

Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7.

Valdimar Bernódus Ottósson og Matthías Ágústsson komu aftur inn á fundinn.
26. apríl 2023 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn Arnalax um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Bíldudal dags. 5.4.2023.
Breytingin gengur út að að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá tók hafna- og atvinnumálaráð undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4, Strandgötu 5, 6 og 7.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4, Strandgötu 5, 6 og 7.
15. júní 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson og Tryggvi Bjarnason véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Grenndarkynningin var auglýst 2. júní með athugasemdafrest til 3. júlí, auglýsingatíminn var styttur þar sem umsagnir hagaðila bárust.

Breytingin gengur út á að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Samþykkt var á 48. fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 18. apríl 2023 að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7. Umsagnir bárust frá öllum aðilum.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með þeim athugasemdum er bárust er varðar eftirfarandi:

Framkvæmdaraðili skal tryggja að ekki sé hætta á að frárennsli frá vatnshreinsistöðinni renni yfir á lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins.

Framkvæmdaraðili skal girða af þann hluta lóðar er snýr að Kirkjutorgi með þéttri, snyrtilegri timburgirðingu til að milda sjónræn áhrif frá iðnaðarsvæðinu.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar B. Ottósson og Tryggvi Bjarnason komu aftur inn á fundinn.
21. júní 2023 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu óveruleg breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Grenndarkynningin var auglýst 2. júní með athugasemdafrest til 3. júlí, auglýsingatíminn var styttur þar sem umsagnir hagaðila bárust.

Breytingin gengur út á að stækka byggingarreit við Strandgötu 10-12 til þess að koma fyrir stækkun á vatnshreinsistöð. Áformað er að bæta við tveimur 8x2 metra löngum tönkum sem ætlaðir eru til betri hreinsunar frá stöðinni.

Samþykkt var á 48. fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 18. apríl 2023 að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum að Hafnarteig 4 og Strandgötu 5, 6 og 7. Umsagnir bárust frá öllum aðilum.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir með þeim athugasemdum er bárust er varðar eftirfarandi:

Framkvæmdaraðili skal tryggja að ekki sé hætta á að frárennsli frá vatnshreinsistöðinni renni yfir á lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins.

Framkvæmdaraðili skal girða af þann hluta lóðar er snýr að Kirkjutorgi með þéttri, snyrtilegri timburgirðingu til að milda sjónræn áhrif frá iðnaðarsvæðinu.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að svara þeim er gerðu athugasemd og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna og að hún fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir.

Samþykkt samhljóða