Málsnúmer 2306080
28. júní 2023 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Tillaga innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árið 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðáætlun fyrir árin 2024-2038. Tillagan er til umsagnar í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. júlí 2023.
Nefndin leggur til að samráðsnefnd láti vinna sameiginleg umsögn Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
18. júlí 2023 – Bæjarráð
Lögð er fram til kynningar tillaga innviðaráðherra til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðáætlun fyrir árin 2024-2038. Tillagan er til umsagnar í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. júlí 2023.
Kynnt eru drög að umsögn sveitarfélagsins um drögin að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Bæjarráð felur bæjastjóra að senda umsögn Vesturbyggðar um samgönguáæltun 2024 - 2038 inn í Samráðsgátt.
16. ágúst 2023 – Bæjarstjórn
Lögð fyrir umsögn Vesturbyggðar um Samgögnuáætlun fyrir árin 2024 - 2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Vesturbyggð sendi umsögn í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnarfresturinn rann út í lok júlí 2023.
Til máls tók: Forseti
Umsögnin er ítarleg og kaflaskipt. Í kafla 4.0 er farið yfir athugasemdir við jarðgangnaáætlun í 10 liðum þar sem eru gerðar alvarlegar athugasemdir við forgangsröðun jarðgangakosta og þá sérsaklega þær forsendur sem Vegagerðin hefur sett fram í tillögu sinni að forgangsröðun og birt á heimasíðu stofnunarinnar í júní 2023. Vesturbyggð krefst þess að umfjöllun Vegagerðarinnar um jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán verði lagfærð, enda vantar að tilgreina þar mikilvægar forsendur og staðreyndir sem m.a. eru settar fram um aðra jarðgangakosti og koma fram í forgangsröðun Vegagerðarinnar en er eð öllu sleppt í umfjöllun um jarðgögn undir Mikladal og Hálfdán.
Smþykkt samhljóða
17. október 2023 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps
Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps fer fram á endurskoðun reglna á vetrarþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum í ljósi aukinnar umferðar og slæms ástands vegakerfisins, með það að leiðarljósi að þjónustutími verði lengdur. Um er að ræða vegi sem tengja saman samfélög innan Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps annars vegar og hins leiðir sveitarfélagsins til höfuðborgarsvæðisins. Hvort sveitarfélag fyrir sig mun gera umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038.
Samráðsnefndin óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni hvenær von er á því að ferjusiglingar Baldurs haldi áfram eftir, en gamli Baldur hefur hætt starfsemi og beðið er eftir að næsti Baldur komi hefji ferjusiglingar.